Taugaverkir

Bjóstakrabbamein getur valdið taugaverkjum með því að vaxa umhverfis, meðfram eða inn í taugar. Krabbamein getur dreift sér í miðtaugakerfi heilans við hnakkagrófina þar sem taugar ganga út úr heilanum, í mænuna og í nágrenni hennar. Það getur líka truflað úttaugakerfið með því að skadda taugar sem liggja út frá mænunni. Ef krabbamein dreifir sér í eitla umhverfis taugar getur það jafnframt skaddað taugarnar og valdið verkjum í hand- eða fótleggjum.

Skurðaðgerðir eins og brjóstnám eða eitlanám geta einnig valdið taugaverk. Það gerist þegar örvefur vex umhverfis taugarnar eða þegar taugar eru skornar, strekktar eða marðar.

Taugaverk út frá krabbameinsæxli er hugsanlega best að laga með margþættum aðgerðum. Í fyrsta lagi væri hægt að gefa stera til að draga úr bólgu og þrýstingi á taugavefinn. Því væri svo fylgt eftir með geislameðferð til að minnka eða eyða alveg krabbameininu sem þrýstir á taugarnar.

Sterafrí bólgueyðandi lyf geta linað væga skurðaðgerðarverki og aðra verki. Hugsanlega þarf að grípa til ópíumlyfja ef verkurinn er slæmur. Sumum sjúklingum líður betur af að fá sérstaka tegund lyfja sem hafa bein áhrif á taugastarfsemina.

Sértu með væga en þráláta verki á einhverjum ákveðnum stað, kann læknir þinn að mæla með því að þú gangir með TENS (transcutaneous electraical nerve stimulator) tæki. Þetta er lítið rafeindtæki sem sendir frá sér lágstraumsbylgjur. Bylgjurnar geta truflað eða yfirgnæft verkjaboð sem taugar þínar senda frá líkamanum til heilans.

Ýmsar aðgerðir sem framkvæmdar eru af sérfræðingum í verkjameðferð beinast að því að loka fyrir (blokkera) eða deyfa viðkomandi taug(ar). Morfíngjöf með sprautu í mænu ásamt bupivicaine og/eða clonidine er sérlega áhrifarík. Auk þessa má oft laga taugaverki með sjúkraþjálfun.

ÞB