Vöðvaverkir

Allir sem þjást af verkjum sem stafa af beinameinvörpum eða taugaverkjum eiga á hættu að ofreyna vöðva eða togna þegar þeir reyna að "komast framhjá" verkjunum.

Togni bakvöðvi, skaltu hvíla þig nokkra daga í rúminu og taka sterafrítt bólgueyðandi lyf undir eftirliti læknis. Þú getur líka reynt vöðvaslakandi lyf, nudd, heita eða kalda bakstra (eftir því hvers eðlis vandinn er og í hvernig ástand blóðrásarkerfið er) og svo getur þú reynt að styrkja vöðvana með æfingum undir leiðsögn þar til bærrar manneskju, t.d. sjúkranuddara eða heilsunuddara.

Þannig ástand getur skapast þegar vöðvaverkir liggja um mestallan líkamann (myofascial verkir). Þeir eru svipaðir verkjum sem kallast vöðvaþrautir (fibromyalgia), en það ástand framkallar verki og þreytu um allan líkamann. Meðferðin felur í sér notkun þrífasa þunglyndislyfja, vöðvaslakandi lyfja og nudds. Nálastungumeðferð getur hugsanlega líka hjálpað.

Vöðvinn sem tengir öxlina við bringuna getur stirðnað og orðið aumur af geislameðferð. Regluleg sjúkraþjálfun á þessum stað styrkir og teygir á vöðvanum og bætir þar með líðanina og hið sama má segja um jógaæfingar.

ÞB