Ógleði

Töku verkjalyfja getur fylgt ógleði. Þér getur líka orðið óglatt af meðferð með krabbameinslyfjum. Hægðateppa getur einnig valdið ógleði.

Sé ógleðin ekki mikil eru einkennin hugsanlega eingöngu lystarleysi eða þér er klígjugjarnt.

Meiri ógleði, millistig upp í mikla ógleði, framkallar yfirleitt uppköst að einhverju marki. Getirðu ekki haldið niðri lyfjum vegna uppkasta þarftu að fá gefið ógleðilyf í stíl (sem stungið er upp í endaþarm).

Ógleði hverfur hugsanlega af sjálfri sér þegar líkaminn fer að venjast verkjalyfjum. Ástæða getur hugsanlega verið til að hætta að taka verkjalyf sem veldur þessum viðbrögðum og reyna eitthvað annað. Ef verkjalyf virkar vel á þig að öllu öðru leyti getur verið rétt af þér að halda þig við það en fá bætt við það einhverju ógleðilyfi. Ræddu vandann við lækni þinn eða hjúkrunarfræðing.

Ógleði vegna geislameðferðar er venjulega hægt að fyrirbyggja með því að fá gefið ógleðilyf á undan (t.d. Torecan (efnafræðiheiti: thiethylperazine) eða Compazine (efnafræðiheiti: prochlorperazine) tæpum klukkutíma fyrir meðferð. Þú gætir þurft að fá ný lyf eins og Zofran (efnafræðiheiti: ondansetron) eða Kytril (efnafræðiheiti: granisetron) til viðbótar.

Óhefðbundnar leiðir eins og nálastunga, sjónsköpun og lækningajurtir geta verið áhrifaríkar. Matur eða drykkur með engifer  í getur líka slegið á ógleði. Þar á meðal er engiferöl, engiferte lagað af ferskri engiferrót og sykraður engifer sem má hafa fyrir millimál eða sælgæti.


ÞB