Sljóleiki
Sljóleiki eru þyngslatilfinning og þreyta sem leggst yfir þig og fylgir þér eins og skuggi allan daginn. Þetta ástand er algeng og áberandi aukaverkun ópíumlyfja (sem einnig flokkast sem eiturlyf þegar þau eru misnotuð).
Hér eru nokkrar leiðir sem geta dregið úr sljóleikanum:
-
Taktu skammvirk ópíumlyf í litlum skömmtum og oftar. Þeir framkalla yfirleitt minni þreytu en stærri skammtar sem teknir eru sjaldnar. Ráðfærðu þig við lækni og hjúkrunarfræðing og fáðu leiðbeiningar um hvaða skammtar myndu henta þér.
-
Reyndu að koma í veg fyrir sljóleika af öðrum orsökum svo sem ofþornun (að drekka ekki nóg vatn), borða þungan mat (eins og rautt kjöt eða mjólkurís), fara ekki fram úr rúminu og hreyfa þig ekki.
-
Örmögnun getur stafað af þunglyndi. Þunglyndislyf geta gagnast bæði til að bæta andlega líðan og við verkjum.
-
Hafðu ekki dimmt og drungalegt í kringum þig. Hleyptu dagsbirtunni inn í líf þitt með því að draga gluggatjöldin frá og fara fram úr rúminu ef þú mögulega getur. *Í svartasta skammdeginu skaltu hafa ljós kveikt sem víðast og jafnvel verða þér úti um dagsbirtuljós.
-
Jafnvel þótt þú eigir ekki auðvelt með að hreyfa þig án óþæginda skaltu samt halda huganum vakandi. Lestu dagblöð, tímarit eða skáldsögur, skrifaðu bréf, leystu krossgátur.
-
Hverfi sljóleikinn ekki og þú þarft að berjast við að halda þér vakandi, geturðu fengið þér kaffi eða koffínlyf hafi læknir þinn samþykkir það.
Konur með meinvörp í beinum geta haft mikið kalk í blóði og það framkallar sljóleika, ringl og hægðateppu. Finnist þér þú vera ringluð, láttu þá athuga kalkmagnið í blóðinu til að sjá hvort það er eðlilegt.
*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda
ÞB