Lyf og skammtar
Til eru margar gerðir verkjalyfja sem hugsanlega er hægt að skrifa upp á fyrir þig. Þar á meðal eru:
-
Aspirín (tegundarheiti: magnyl),
-
parasetamól (tegundarheiti: panodil, paratabs),
-
NSAIDS, bólgueyðandi lyf án stera, svo sem ibuprofen (tegundarheiti: ibufen, voltaren, vostar),
-
ópíumlyf, svo sem hydrocodone, ocycodone, morphine, hydromorphone og fentanyl,
-
hægvirkandi lyf sem auka áhrif steralausra og bólgueyðandi lyfja og ópíumlyfja.
Verkjalyf hafa því aðeins tilætluð áhrif að þú takir þau inn, takir rétt lyf og takir nóg.
Flest lyf eru fáanleg á mismunandi formi. Fer það eftir ástandi þínu og þörfum hvort lyfjaskammturinn kemur í pilluformi, fljótandi, sem stíll (stikkpilla), í sprautu, plástri eða á að bráðna í munni.
Áður en læknir skrifar upp á nýtt lyf eða breytir lyfjagjöf, mundu þá að nefna við hann hvers kyns ofnæmi sem þú kannt að hafa. Segðu honum líka frá öllum hugsanlegum vandamálum öðrum sem þú kannt að hafa fundið fyrir í sambandi við lyf – ekki aðeins þau sem þú færð við verkjum.
Hér eru mikilvægar ábendingar um hvernig best verður tryggt að þú fáir réttan skammt af verkjalyfjum:
-
Lyf þarf að skammta út frá forsendum viðkomandi sjúklings til að tryggja að þau komi að eins miklu gagni og hugsast getur (títrað).
-
Fylgdu fyrirskrifuðum skömmtum til hins ítrasta. Það er stuðningur í því að skrifa hjá sér hvern skammt og stundina sem hann var tekinn, einkum og sér í lagi þegar þú þarft að taka inn margs konar lyf.
-
Breyttu aldrei skammtastærð lyfs né hversu oft þú tekur lyfið án þess að tala fyrst við lækni þinn.
-
Hættu aldrei að taka ópíumlyf fyrirvaralaust.
-
Þú gætir þurft að fá skammtastærðum breytt í samráði við lækni þinn með hliðsjón af einkennum, lyfjategund og hversu mikið þú tekur.
Þú skalt aldrei reyna að taka inn neitt af þeim lyfjum sem hér hefur verið minnst á, án þess að læknir þinn (skurðlæknir eða krabbameins-læknir) hafi samþykkt það og skrifað út lyfseðil eða gefið hjúkrunarfræðingum lyfjafyrirmæli.
ÞB