Að hafa stjórn á verkjum með lyfjum

Fylgdu eftirfarandi leiðbeiningum til þess að fá þá verkjameðferð sem þú þarft á að halda:

  • Byrjaðu á að taka lítið af lyfinu; hverfi verkurinn ekki, skaltu auka skammtinn upp í leyfilegan skammt.

  • Þrálátan verk skaltu meðhöndla með því að taka jafnt og þétt sólarhringsverkjalyf. Endrum og sinnum er þér óhætt að taka lyfið “eftir þörfum” til að lina verkjakast eða bráðaverk.

  • Til að fást við einangraðan verk með sem minnstum aukaverkunum, skaltu láta gefa þér lyf sem næst upptökum sársaukans eða í þann hluta líkamans þar sem hann á uppruna sinn. Þetta er aðeins hægt ef verkurinn er bundinn við lítið svæði og hægt er að bæta við eða hætta lyfjagjöf eftir þörfum.

  • Krabbameinsmeðferð svo sem móthormónagjöf, meðferð með krabbameinslyfjum eða geislameðferð geta dregið úr umfangi æxlis og þannig minnkað verki.

  • Til að meðhöndla verki sem þú finnur um allan líkamannmeð sem minnstum aukaverkunum skaltu fá bæði staðbundna meðferð og almenna.

  • Með því að blanda saman lyfjum má stundum ná fram æskilegum áhrifum af því að sum lyf vinna vel með öðrum lyfjum og betur þannig en ein og sér.

  • Hafðu samband við lækni þinn eða hjúkrunarfræðing og láttu breyta lyfjagjöfinni ef þú finnur ennþá til eftir að hafa tekið stærsta leyfilega skammt.

  • Láttu reyna á áhrif nýs lyfs í að minnsta kosti nokkra daga áður en þú hefur samband við lækni til að fá að prófa annað lyf.

  • Sértu að fá fleiri en eitt lyf í einu við verkjum, reyndu þá að breyta aðeins einu þeirra í einu.

  • Fáðu hjálp við aukaverkunum eftir því sem þær láta á sér kræla og gerðu ráðstafanir til að koma í veg fyrir þær sem þú veist að má búast við.

Í bráðatilfelli:

  • Liggir þú ein á sjúkrahúsi og þarft nauðsynlega að fá meiri hjálp við verkjum og hjúkrunarfræðingur hefur ekki heimild til að gefa þér meira, biddu þá um að fá að tala við vakthafandi lækni. Það er alltaf einhver á staðnum. Ef læknirinn er upptekinn eða svarar ekki innan stundarfjórðungs (15 mínútna) og hjúkrunarfræðingur hefur ekki komið þér til hjálpar, skaltu fara fram á að fá að tala við deildarhjúkrunarfræðing eða einhvern í yfirstjórn.

  • Sértu ein heima með óþekktan eða óviðráðanlegan verk, hafðu þá samband við lækni þinn í gegnum ritara eða starfsfólk sjúkrahúss. Biddu um að láta hringja inn lyf á næsta apótek sem er opið og sendir lyfin heim. Ávísun á ópíumlyf er ekki hægt að hringja inn, svo þú verður að fá einhvern til að sækja lyfseðilinn til læknis eða á sjúkrahús og fara með hann í apótek og ná í lyfin fyrir þig. Finnir engan sem getur gert þetta fyrir þig og ert með nýjan, áður óþekktan og mikinn verk, skaltu fara á bráðavaktina.

  • Sértu á líknarstofnun og finnur mikið til, kallaðu þá eftir hjúkrunarfræðingi deildarinnar.

Til fleiri leiðir til að vinna á verkjum en venjuleg verkjalyf.

  • Geislameðferð getur dregið verulega úr eða eytt margs kyns staðbundnum verkjum sem stafa frá krabbameini.

  • Aðferðir sem beitt er fyrir skurðaðgerð til að hindra í skamman tíma að taugaboð berist áfram geta einnig hjálpað til við að draga úr verkjum sem koma í kjölfar aðgerðar.

  • Til eru sérstakar lyfjadælur sem þú getur stjórnað og skammtar þá sjálfri þér verkjalyf eftir þörfum í gegnum þar til gerðan legg. Leggnum er komið fyrir við mænurótina og framkallar s.k. mænurótardeyfingu.

  • Sumar aðferðir við að hindra taugaboð geta haft langtímaáhrif á ákveðinn staðbundinn verk.

  • Meðferð með krabbameinslyfjum getur dregið úr verkjum frá langt gengnu eða dreifðu (meinvarps)krabbameini.

  • Hjáleiðir og óhefðbundnar leiðir geta einnig dugað við ýmsum tegundum verkja.



Næsta síða:
Aukaverkanir verkjalyfja


ÞB