Dáleiðsla og endursvörun

Dáleiðsla

Dáleiðsla er afar góð aðferð til að lina verki. Hún getur dregið úr ógleði vegna lyfjameðferðar. Einnig getur hún hjálpað þér að slaka á, sofa og vinna úr bældri tilfinningalegri streitu.

Dáleiðslu er oft lýst sem annars konar hugarástandi, einhvers staðar mitt á milli vöku og svefns. Þú ert ekki sofandi, en hugur þinn er fullkomlega rór og það gerir þér kleift að takast á við líkamlegan eða andlegan sársauka sem þú ræður hugsanlega ekki við í vöku.

Biddu lækni þinn að vísa þér á meðferðaraðila sem hefur leyfi til að dáleiða í lækningaskyni.

Endursvörun (Biofeedback)

Orðið endursvörun er sjaldan notað og yfirleitt talað um “biofeedback”. Í meðferðinni felst að notuð eru ýmis tæki til að mæla líkamsstarfsemi eins og hjartslátt, hitastig og vöðvaspennu og stuðst við þau til að læra að hafa stjórn á þessari starfsemi (hægja til dæmis á hjartslættinum). Aðferðin getur hjálpað þér að takast á við þráláta verki og streitu.

ÞB