Heilun, smáskammtalækningar, náttúrulækningar

Heilun

Heilun getur stuðlað að því að draga úr aukaverkunum hefðbundinna læknismeðferða, lyfjameðferð við krabbameini þar með talin. Konur sem fá heilunarmeðferð jafnframt lyfjameðferðinni finna sumar mun sjaldnar en aðrar fyrir höfuðverk, ógleði, uppköstum eða öðrum aukaverkunum.

Grunnatriði í heilun:

  • Heilari notar létta snertingu eða jafnvel enga og heilar með hugarorku.

  • Áhrifamáttinn má hugsanlega þakka tengslum við náttúru, Guð eða æðri orku.

  • Heilunarmeðferð byggist á þeirri trú að með hverjum og einum búi kraftur til að lækna sjálfan sig.

Handayfirlagning er áþekk andlegri heilun.

*Heilun eða handayfirlagningu má framkvæma þegar snerting er ekki ákjósanleg  eins og þegar miklir verkir eða ógleði eru til staðar og sjúklingur vill ekki láta snerta sig.

Smáskammtalækningar

Í smáskammtalækningum (hómópatíu) eru notaðir örlitlir skammtar upplausna (remedíur) sem unnar eru úr plöntum, steinefnum og öðru til að hjálpa líkamanum til að sigrast á sjúkdómum.

Grunnhugsunin er sú að fá líkamann til að lækna sjálfan sig með því að notast aðeins við eina remedíu.

Náttúrulækningar

Náttúrulækningar snúast einnig um þá trú að líkaminn geti læknað sig sjálfur. Aðferðin er heildræn, hugar ekki einungis að sjúkdóms-einkennum heldur manneskjunni sem heild.

Í náttúrulækningum eru sameinaðir þættir svo sem næring, smáskammtalækningar, nudd, hreyfing og fleira.

*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda.

ÞB