Nálastungur og punktanudd

Nálastungur

Nálastungumeðferð var þróuð í Kína fyrir um það bil fimm þúsund árum. Nálastungur geta dregið úr verkjum - einkum þó taugaverkjum í úttaugakerfi – og minnkað ógleði. Venjulega virka nálastungur mjög hratt.

Þjálfaður nálastungulæknir stingur örmjóum nálum í líkamann til að örva ákveðnar “orkubrautir”.

Mörgum finnst að nálastungur virki mjög vel gegn verkjum og ógleði sem stafar af lyfjameðferð við krabbameini.

Nálastungur gagnast fólki oft til að draga úr kvíða og streitu ekki síður en líkamlegum verkjum eða óþægindum.

Þrýstinudd

Þessar nuddaðferðir eru skildar nálastungumeðferð en eru ekki ífarandi eins og hún (þ.e.a.s. það er ekkert sett inn í líkamann). Þar til bær nuddari getur gefið þér þetta nudd eða þú getur, í sumum tilfellum, nuddað þig sjálf.

Þrýstinuddið byggist á því að ákveðnir punktar á líkamanum eru nuddaðir eða þrýst á þá til að losa um orku. Að þrýsta eða nudda þessu sérstöku punkta getur framkallað sársauka.

Shiatsu (þrýstipunktanudd) og svæðanudd (iljanudd) er nudd af þessari tegund.

Sumir beita þessum aðferðum í því skyni að lækna sjálfa sig með því að þrýsta á viðeigandi punkta á líkamanum og hafa yfir staðhæfingar – staðhæfingu um vandamálið og strax á eftir staðhæfingu af sterkum jákvæðum toga sem er endurtekin eins oft og óskað er.

ÞB