Sjónsköpun, hugleiðsla, slökun, tónlist
Sjónsköpun
Við þessa meðferð eru notaðar myndir sem þú dregur upp fyrir hugskotssjónum þínum – myndir sem þú kallar fram í hugann – með það fyrir augum að fá hugann til að einbeita sér og örva mismunandi starfsemi líkamans eða fá þig til að slaka á.
Þessi aðferð vinnur stundum á ógleði, verkjum og kvíða. Þú getur gert þetta á eigin spýtur eða með hjálp einhvers sem er þjálfaður í meðferðinni (sumir notast við rödd leiðbeinanda af spólu).
Í sjónsköpun getur falist:
-
Að þú kallir fram mynd í huganum af sjálfri þér við fulla heilsu
-
að þú setjir þér sjálfa þig fyrir sjónir á fallegum, kyrrlátum stað eins og við foss eða læk
-
að þú sjáir sjálfa þig fyrir þér vera að gera eitthvað sem þér finnst skemmtilegt eins og að synda eða hlaupa.
Hugleiðsla
Konur með brjóstakrabbamein heyja baráttu sína ekki bara í líkamanum heldur líka í huganum. Mörgum hefur gefist vel að nota hugleiðslu sem aðferð við að styrkja hugann, annaðhvort á eigin spýtur eða undir handleiðslu kennara eða af spólu eða geisladiski.
Hugleiðsla er víða kennd og kannski er starfræktur hugleiðsluhópur í nágrenni við þig, hafir þú þörf fyrir að tengjast fleira fólki í gegnum hugleiðsluna.
Slökun
Aðferðirnar sem lýst er hér að ofan og ýmsar fleiri hafa slakandi áhrif á líkamann. Hægt er að fá slökunarspólur keyptar eða lánaðar á bókasöfnum .
Tónlist
Meðferð með tónlist getur verið afar áhrifarík– að hlusta á geislaplötu, fara á tónleika, leika á hljóðfæri, syngja ein eða með öðrum.
Tónlist er iðulega notuð til að auðvelda sjónsköpun eða hugleiðslu.
ÞB