Að viðhalda þekkingunni

Hafi kona nýlokið meðferð við brjóstakrabbamein, eru mestar líkur á að hana langi mest til að þurfa aldrei að heyra minnst á „krabbamein" framar. Ekkert er eðlilegra en að vilja leggja að baki sér bæði sjúkdóm og meðferð. Líði þér svona ertu ein af mörgum sem hafa þurft að heyja þessa glímu og þrá það eitt að taka upp þráðinn í lífinu eins og það var fyrir greiningu.

Við vitum samt allar að það sem eftir er ævinnar þufum við að takast á við ýmsar staðreyndir í sambandi við krabbamein. Nú er svo komið að sérfræðingar líta á brjóstakrabbamein eins og hvern annan ólæknandi (krónískan) sjúkdóm rétt eins og hjartasjúkdóm eða sykursýki. Það sem gerðist er eitthvað sem við þurfum að læra að lifa með og gæta okkar á til að eiga sem mesta möguleika á að lifa löngu og heilbrigðu lífi. *Ég segi „við" því að þarna er ég sjálf stödd núna.

Af þessari ástæðu þarf að fylgjast með og fara reglulega í læknisskoðun svo unnt sé að ganga úr skugga um að allt sé í lagi, jafnvel mörgum árum eftir að upphaflegri meðferð lauk. Sértu á andhormónalyfjum eða öðrum lyfjum sem taka þarf árum saman, þarf læknir að fylgjast með þér og hugsanlegum aukaverkunum.

*Að halda sig við meðferð inniheldur fróðleik sem er mjög gott að tileinka sér í þessu samhengi.

Eitt af því sem mælir með því að gæta til frambúðar að heilsu sinni og halda auk þess sambandi við lækninn, er að á þann hátt fæst vitneskja um nýjar leiðir og framfarir í meðferð við krabbameini. Um allan heim fara stöðugt fram rannsóknir og merkilegar framfarir eiga sér stað. Alltaf fyrirfinnst sá möguleiki að eitthvað það komi fram sem geti hjálpað þér að halda styrk og heilsu um mörg ókomin ár.

Hvers vegna er svona mikilvægt að viðhalda þekkingunni?

Hvar er að finna áreiðanlegustu upplýsingarnar - hvernig er unnt að fylgast með eftir að upphaflegri meðferð lýkur?

Í þessum tveimur greinum er leitast við að svara ofangreindum spurningum svo að þú getir haldið áfram að fylgjast með þróun sem kann að skipta þig miklu máli, nú eða síðar.

Sérfræðingar sem hafa sett saman efnið eru:

  • Kathy D. Miller, M.D., lyf- og krabbameinslæknir við Indiana University School of Medicine, Indianapolis, IN

  • Marisa Weiss, M.D., krabbameinslæknir með sérgrein í geislalækningum við Thomas Jefferson University Health System, Philadelphia, PA

 

Þessi hluti www.breastcancer.org er unninn fyrir skilmálalausan menntastyrk frá Novartis Oncology.  

 

*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda.

ÞB