Einkenni og greining
Einkenni geta verið óljós í byrjun. Hnútur kann að vera of smár til að þreifast eða valda svo miklum breytingum að þú takir eftir því. Oft finnst hann þá fyrst að farið er í brjóstamyndatöku sem síðan leiðir af sér frekari rannsóknir. Í sumum tilfellum er það þó þannig að fyrstu merkin um brjóstakrabbamein er hnúður eða þykkildi í brjóstinu sem þú finnur við þreifingu eða læknir þinn og hefur ekki fundist áður. Líklegt er að hnútur sem er harður viðkomu og verkjalaus, með óreglulegum útlínum, sé krabbamein. Þó kemur fyrir að æxli er mjúkt, aumt viðkomu og með reglulegum útlínum. Því er mikilvægt að láta rannsaka allt sem þú verður vör við í brjóstinu og þú kannast ekki við. Helstu breytingar í brjósti sem geta bent til krabbameins eru þær að:
-
Brjóstið bólgnar allt eða hluti þess.
-
Erting í húðinni og dæld/ir.
-
Verkur í brjóstinu.
-
Verkur í geirvörtu eða geirvartan snýr inn á við.
-
Roði, flögnun eða þétting geirvörtu eða brjósthúðar.
-
Útferð úr geirvörtu önnur en brjóstamjólk.
-
Hnúður í handarkrika (bólginn eitill eða eitlar).
Ofangreind einkenni geta verið merki um annað og meinlausara en krabbamein, t.d. sýkingu eða vökvablöðrur. Áríðandi er að láta lækni skoða allar breytingar án tafar.
*Við þetta mundi mig langa til að bæta af persónulegri reynslu að óeðlileg þreyta kann að vera fyrstu merki um krabbamein af einhverju tagi.
*ÞB