Endurkoma og fjarmeinvörp brjóstakrabbameins

Við vitum að þú mundir vilja vera alls staðar annars staðar en hér þar sem fjallað er um brjóstakrabbamein sem hefur tekið sig upp og fjarmeinvörp. Hafir þú einhvern tíma greinst með brjóstakrabbamein er möguleikinn á að það taki sig upp eða hafi dreift sér um líkamann fyrir hendi. Kannski ertu að lesa þetta núna af því að þú óttast möguleikann. Kannski er þetta nú þegar orðið að veruleika hjá þér.

Hafðu hugfast að krabbamein sem tekur sig upp á ný og/eða fjarmeinvörp brjóstakrabbameins eru EKKI ósigrandi. Margar konur halda áfram að lifa góðu og innihaldsríku lífi með brjóstakrabbamein á þessu stigi. Líklegt er einnig að reynsla þín af meðferð verði öðruvísi í þetta sinn en áður. Það er um svo margt að velja í sambandi við læknismeðferð og svo margar aðferðir til að fylgjast með framvindunni í gegnum greiningu, meðferð og eftirfylgni.

Vegna þess hve möguleikarnir eru margir verður þetta langur kafli. Kannski viltu bara lesa fáeinar síður í senn. Þér gæti þótt erfitt að einbeita þér, hugsa rökrétt og muna það sem þú lest. Það er eðlilegt þegar þú ert kvíðin eða óörugg og finnst kannski veröldin vera að hrynja. Við munum gera okkar besta til að hjálpa þér að finna það sem þú leitar að.

Ef þú ert sem stendur á valdi óttans, þarftu fyrst að takast á við hann. Því eru hér staðir sem þú ættir að reyna að fara inn á áður en lengra er haldið.

Í þessum hluta munum við veita þér stuðning, þær upplýsingar og hagnýtu ráð sem þú þarft á að halda til að takast á við brjóstakrabbamein sem hefur tekið sig upp eða dreift sér. Á eftirfarandi síðum getur þú lesið um:


Eldri útgáfa þessa efnis birtist í bókinni  Living Beyond Breast Cancer (Random House, 1998) eftir Marisa Weiss og Ellen Weiss.

Læknar og sérfræðingar í þessum kafla um endurkomu brjóstakrabbameins og meinvörp eru:

Jennifer Armstrong, M.D., krabbameinslæknir, Paoli Hospital, Paoli, PA.

Jennifer J. Griggs, M.D., krabbameinslæknir/ blóðmeinafræðingur, University of Rochester, Rochester, NY.

Marisa Weiss, M.D. krabbameinslæknir með geislalækningar sem sérgrein, Thomas Jefferson University Health System, Philadelphia, PA.

Ofangreindir læknar eru meðlimir í Læknaráði breastcancer.org þar sem eiga sæti rúmlega 60 sérfræðingar á sviði krabbameinslækninga.

ÞB