Endurkoma og fjarmeinvörp brjóstakrabbameins
Við vitum að þú mundir vilja vera alls staðar annars staðar en hér þar sem fjallað er um brjóstakrabbamein sem hefur tekið sig upp og fjarmeinvörp. Hafir þú einhvern tíma greinst með brjóstakrabbamein er möguleikinn á að það taki sig upp eða hafi dreift sér um líkamann fyrir hendi. Kannski ertu að lesa þetta núna af því að þú óttast möguleikann. Kannski er þetta nú þegar orðið að veruleika hjá þér.
Hafðu hugfast að krabbamein sem tekur sig upp á ný og/eða fjarmeinvörp brjóstakrabbameins eru EKKI ósigrandi. Margar konur halda áfram að lifa góðu og innihaldsríku lífi með brjóstakrabbamein á þessu stigi. Líklegt er einnig að reynsla þín af meðferð verði öðruvísi í þetta sinn en áður. Það er um svo margt að velja í sambandi við læknismeðferð og svo margar aðferðir til að fylgjast með framvindunni í gegnum greiningu, meðferð og eftirfylgni.
Vegna þess hve möguleikarnir eru margir verður þetta langur kafli. Kannski viltu bara lesa fáeinar síður í senn. Þér gæti þótt erfitt að einbeita þér, hugsa rökrétt og muna það sem þú lest. Það er eðlilegt þegar þú ert kvíðin eða óörugg og finnst kannski veröldin vera að hrynja. Við munum gera okkar besta til að hjálpa þér að finna það sem þú leitar að.
Ef þú ert sem stendur á valdi óttans, þarftu fyrst að takast á við hann. Því eru hér staðir sem þú ættir að reyna að fara inn á áður en lengra er haldið.
-
Íslensk spjallrás hefur enn ekki orðið að veruleika, en inni á discussion boards og chat rooms á ameríska vefnum má finna konur víðsvegar í veröldinni sem hafa gengið í gegnum þetta og eru tilbúnar að rétta fram hjálparhönd og styðja þig í gegnum þessa lífsreynslu.
Í þessum hluta munum við veita þér stuðning, þær upplýsingar og hagnýtu ráð sem þú þarft á að halda til að takast á við brjóstakrabbamein sem hefur tekið sig upp eða dreift sér. Á eftirfarandi síðum getur þú lesið um:
-
Hvar brjóstakrabbamein kann að taka sig upp og hvernig hægt er að finna það Fáðu að vita hvert krabbameinið kann að dreifa sér. Kynntu þér einkennin og hvaða rannsóknir eiga við hverja tegund.
-
Þegar krabbamein tekur sig upp Áttaðu þig á hvers vegna þetta gerist og hvaða áhrif það hefur á horfurnar hjá þér.
-
Það sem þú getur gert núna Lærðu að styrkja sjálfa þig, fá þær upplýsingar sem þú þarfnast og setja saman læknateymi sem getur stutt þig.
-
Meðferðir við endurmeini á sama stað eða sama svæði Kynntu þér hvaða meðferðir eru til við brjóstakrabbameini sem hefur tekið sig upp aftur í brjóstinu.
-
Að lifa með krabbameini sem hefur dreift sér Lærðu að takast á við krabbamein sem hjaðnar og tekur sig upp á víxl.
-
Meðferð við dreifðu brjóstakrabbameini Kannaðu meðferðirnar sem veittar eru við meinvörpum. Þeirra á meðal eru:
-
staðbundnar meðferðir við sértækum vandamálum
-
meðferðir sem hafa áhrif á allan líkamann til langs tíma
-
tilraunameðferðir
-
óhefðbundnar meðferðir og heildrænar meðferðir
-
-
Að gera hlé á meðferð Kynntu þér hvernig þú getur samræmt mál sem snerta lífsgæði þín annars vegar og þörfina fyrir meðferð hins vegar. Áttaðu þig á hvenær er best að taka sér tímabundna hvíld frá meðferð.
-
Hvenær er meðferð hætt? Lærðu að vega og meta alla þætti áður en þú tekur ákvörðun um að hætta meðferð.
-
Hér má lesa um rannsóknir á krabbameini sem hefur tekið sig upp og meinvörpum. Research News on Recurrent and Metastatic Disease og fá hugsanlega þýddar stakar greinar með því að senda beiðni á brjostakrabbamein@brjostakrabbamein.is. Sækja þarf um leyfi hjá upprunalegum útgefanda.
Eldri útgáfa þessa efnis birtist í bókinni Living Beyond Breast Cancer (Random House, 1998) eftir Marisa Weiss og Ellen Weiss.
Læknar og sérfræðingar í þessum kafla um endurkomu brjóstakrabbameins og meinvörp eru:
Jennifer Armstrong, M.D., krabbameinslæknir, Paoli Hospital, Paoli, PA.
Jennifer J. Griggs, M.D., krabbameinslæknir/ blóðmeinafræðingur, University of Rochester, Rochester, NY.
Marisa Weiss, M.D. krabbameinslæknir með geislalækningar sem sérgrein, Thomas Jefferson University Health System, Philadelphia, PA.
Ofangreindir læknar eru meðlimir í Læknaráði breastcancer.org þar sem eiga sæti rúmlega 60 sérfræðingar á sviði krabbameinslækninga.
ÞB