Endurkoma brjóstakrabbameins á sama svæði
Þegar þú fórst í skurðaðgerðina kann læknirinn að hafa fjarlægt eitla í holhöndinni næst brjóstinu og í þeim fundist krabbamein. Brjóstakrabbamein getur tekið sig upp annars staðar sem telst vera sama svæði:
-
Í einhverjum af eitlunum sem voru skildir eftir í holhöndinni,
-
í eitlum rétt fyrir neðan viðbein,
-
í eitlum neðst á hálsinum (ofan viðbeins),
-
í eitlum undir bringunni, meðfram bringubeininu (innri brjósteitlar).
Hjá um það bil 40% kvenna sem krabbamein tekur sig upp hjá, hefur það dreift sér í eitla. Verðir þú eða læknir þinn vör við harða, kúlulaga hnúta einhvers staðar nálægt brjóstinu þar sem krabbameinið greindist á sínum tíma, gæti það hafa tekið sig upp á ný á sama svæði. Stundum finnast stækkaðir eitlar af þessu tagi á brjóstamynd við venjulega hópleit.
Ekki er algengt að krabbamein taki sig einungis upp í eitlum í holhönd. Hjá færri en fimm af hverjum hundrað konum gerist það þannig. Í staðinn greinist krabbameinið aftur bæði í holhandareitlum og inni í brjóstinu eða í vefjum brjóstkassans.
Að öllum líkindum mun læknir þinn fá sýni úr stækkuðum eitli til að athuga hvort krabbameinið hefur tekið sig upp aftur. Stækkaður eitill þarf ekki að vera merki um krabbamein.
ÞB