Fréttir af rannsóknum á dreifðu brjóstakrabbameini

Margar rannsóknir á brjóstakrabbameini beinast að því að finna meðferð eða lyf sem hægir á eða stöðvar framrás krabbameins sem hefur dreift sér.

Í þessum hluta breastcancer.org má lesa um rannsóknir á:

  • nýrri notkun og tegundum krabbameinslyfja,

  • nýrri notkun og tegundum móthormónalyfja,

  • ónæmismeðferðarlyfjum (marklyfjum) sem geta skipt sköpum í meðferð fjarmeinvarpa brjóstakrabbameins.

Gefnar eru út fréttir af nýjustu rannsóknum mánaðarlega í Research News. Þá hafa sérfræðingar breastcancancer.org farið yfir nýlegar rannsóknir og niðurstöður í leit að framförum, nýjungum eða breytingum í notkun móthormónalyfja. Hægt er að skrá sig inn á free Email Updates til að fá tilkynningar fyrirfram um mikilvægar rannsóknarniðurstöður ásamt leiðbeiningum frá sérfræðingum um hvaða þýðingu niðurstöðurnar kunna að hafa fyrir ÞIG.

Vísindagreinar þessar eru verndaðar af höfundalögum og ekki á valdi breastcancer.org að heimila að þær séu birtar á brjostakrabbamein.is. Eina leiðin er því að fara beint inn á Research News og lesa á ensku það sem þar er að finna og kann að vekja áhuga.

ÞB