Meðferð við dreifðu brjóstakrabbameini

Til eru margar áhrifaríkar leiðir til að meðhöndla fjarmeinvörp brjóstakrabbameins. Meðferðarleiðirnar eru þrenns konar:

Hugsanlega er aðeins vitað um einn stað sem krabbameinið hefur sáð sér í, en liklegt má teljast að krabbmein sé að finna víðar úr því að það finnst þar. Krabbameinið er einungis svo fyrirferðarlítið á þeim stað eða stöðum að einkenna frá því verður ekki vart og það sést ekki á röntgenmyndum. Skurðmeðferð á svæðinu er hugsanlega ekki góður kostur á þessu stigi því ólíklegt er að það takist að komast alveg fyrir vandann. Sértu með brjóstakrabbamein sem hefur dreift sér í einn eða tvo staði, mun læknir þinn trúlega mæla með meðferð sem hefur það að markmiði að ná til allra krabbameinsfrumna í líkamanum. Þess háttar meðferð gæti verið:

Þú gætir þurft á meðferð að halda sem virkar hratt til að komast fyrir hættuleg vandamál með því til dæmis að minnka hættu á beinbrotum þar sem bein hafa veiklast af krabbameini, skaða af völdum krabbameins sem hefur sáð sér í heila eða hættu á mænuskaða af völdum þrýstings frá krabbameinsæxli. Að bregðast hratt við með svæðisbundinni meðferð svo sem geislun er mikilvægara en að bíða þess að lyf sem hafa áhrif á allan líkamann taki að virka. Því þarf læknirinn að finna meðferð, eina eða fleiri saman, sem taka á vandamálinu án tafar. Þá er meðferðinni beint að ákveðnu menvarpi sem hætta stafar af og getur hún falist í einum eða fleirum af eftirfarandi kostum: 

  • Sterum,

  • geislun,

  • skurðaðgerð til að létta þrýstingi af vefjum eða festa brotið bein. 

Hugsanlega verða þér einnig gefin verkjastillandi lyf þar til meðferðarlyfin taka að draga úr sjúkdómseinkennum. Verkjalyf geta einnig gert líðan þína þægilega ef krabbameinið bregst ekki við lyfjum sem eiga að hafa áhrif á allan líkamann. Hafi krabbameinið sáð sér í bein, kann læknir þinn að bæta við beinstyrkjandi lyfjum þegar fram í sækir.

Á næstu síðu er lýst vandamálum sem þarf að meðhöndla staðbundið og án tafar. Þar á eftir koma upplýsingar um lyf sem hafa áhrif á allan líkamann og eru gefin til að meðhöndla fjarmeinvörp brjóstakrabbameins og að lokum er fjallað um verki og verkjameðferð.

ÞB