Hvaða krabbameinslyf á að reyna næst?

Rétt er að hefja meðferð með krabbameinslyfjum ef krabbameinið:

Kannski er þetta fyrsta meðferð þín við sjúkdómnum eða þú ert nú að koma aftur í fjórða sinn eða meira. Til eru margar mismunandi lyfjasamsetningar sem hafa gefið góða svörun. Þú átt því einnþá möguleika á að bregðast vel við nýju lyfi. Hugsanlega var svörun þín við ákveðnu krabbameinslyfi ekkert til að hrópa húrra fyrir, en það þýðir ekki að þú getir ekki brugðist vel við einhverju öðru.

Mundu að lífsgæði skipta miklu máli. Þú kannt að hafna því að fara í „sterkustu" meðferðina, hafi hún miklar og truflandi aukaverkanir í för með sér. Þú getur þá reynt eitthvað til að byrja með sem ekki er jafn eitrað og fengið góða svörun engu að síður. Seinna meir, þurfir þú á því að halda — og hefur til þess nægilegt þrek — gætirðu ákveðið að reyna sterkara lyf.

Hafir þú ekki farið í krabbameinslyfjameðferð einhvern tíma áður, kann krabbameinslæknirinn þinn að velja einhverja af margreyndum lyfjasamsetningum sem hafa gefið svörun á bilinu 35% til 60%:

 • AT—Adriamycin® (efnafræðiheiti: doxorubicin) og Taxotere® (efnafræðiheiti: docetaxel).

 • AC ± T—Adriamycin® ásamt cyclophosphamide, með eða án Taxol® (efnafræðiheiti: paclitaxel) eða Taxotere®.

 • CMF—cyclophosphamide, methotrexate og fluorouracil ("5-FU" eða 5-fluorouracil).

 • CEF—cyclophosphamide, epirubicin (svipað Adriamycin®) og fluorouracil.

 • FAC—fluorouracil,("5–FU" or 5–fluorouracil), Adriamycin® og cyclophosphamide.

 • CAF—cyclophosphamide, Adriamycin® og fluorouracil.

Munurinn á FAC og CAF felst í skammtastærð og hve oft það er gefið.

Eins og listinn ber með ser er unnt að gefa Taxol® eða Taxotere® (efnafræðiheiti: docetaxel) ásamt öðrum lyfjum: Adriamycin® með cyclophosphamide, síðan Taxol® eða Adriamycin® með Taxotere®.

Í rannsókn þar sem borin var saman virkni Taxol® og Taxotere®  ásamt öðrum krabbameinslyfjum, kom í ljós að lyfjasamsetning sem innihélt Taxotere® skilaði betri árangri í meðferð fjarmeinferða brjóstakrabbameins þegar meðferð með anthracyline-lyfi (Adriamycin®) var hætt að virka heldur en lyfjasamsetning með Taxol®. Árangurinn sýndi sig í að æxli minnkuðu meira,  svörun við meðferðinni stóð lengur lengur og lengri tími leið þar til sjúkdómurinn færðist aftur í aukana auk þess sem sjúklingar lifðu almennt lengur þegar gefið var Taxotere®.

Auk þess sýna nýlegar rannsóknir að Abraxane®, nýtt taxane-lyf  (grein á ensku) gefur hugsanlega betri raun en Taxol® með færri aukaverkunum.

 

Meðferð með einu lyfi

Oft er mælt með því að gefa eitt krabbameinslyf áður en gripið er til þess að gefa mörg lyf saman. Ástæðan er sú að unnt er að hafa töluvert gagn af einu lyfi með færri aukaverkunum en þegar mörg lyf eru gefin saman.

Hugsanlega ferðu í meðferð með einu lyfi og eru þá ýmist gefin taxane-lyf (Taxotere®, Taxol®, eða Abraxane®), efnameðferðarlyf eins og Adriamycin® eða ónæmismeðferðarlyf eins og Herceptin®.

 • Taxane-lyfin (taxotere, taxol eða nýjasta lyfið abraxane) gefa betri svörun en  adriamycin (fleiri sjúklingar með æxli sem minnka eða hverfa alveg) með minni ógleði, uppköstum og munnsárum. Svörunin er að meðaltali 30% sem er merkilega gott, og nær frá 15% upp í 60%.

Lyfin Taxotere® eða Taxol®, gefin vikulega í tiltölulega smáum skömmtum, eru mjög áhrifarík og aukaverkanir þeirra minni (svo sem slæmur blóðhagur, hármissir og taugakvillar) en þegar þau eru gefin á þriggja vikna fresti. Abraxane® er gefið á þriggja vikna fresti og þarf ekki að gefa stera á undan. 

 • Þótt trastuzumab (Herceptin®) sé ónæmislyf (marksækið lyf) en ekki efnameðferðarlyf (krabbameinslyf), er það stundum gefið við HER2-jákvæðum fjarmeinvörum eitt og sér. Það er gefið vikulega eða þriðju hverja viku og aukaverkanir þess eru litlar.

 

Samsett meðferð

Læknir þinn kann að mæla með að setja saman krabbameinslyf sem innihalda taxane-lyf eða Adriamycin®. Þar á meðal eru samsetningarnar: CAF, FAC, CEF eða AC síðan Taxol® eða AT (Adriamycin® og Taxotere®). Sterar eru gefnir á undan taxol eða taxotere til að draga enn frekar úr aukaverkunum.

Abraxane® má nota ásamt Herceptin® og einnig sem eitt af þriggja lyfja samsetningu og er lyfið Gemzar® (efnafræðiheiti: gemcitabine) þá einnig gefið.

Ræddu kosti og galla hverra meðferðar um sig við lækni þinn þar á meðal mikilvæga þætti sem snerta lífsgæði þín og aðstæður.

 

Lyf sem reyna má eftir samsetta meðferð

Hafir þú þegar farið í krabbameinslyfjameðferð sem innihélt adriamycin og aðra sem innihélt taxane-lyf, myndu flestir læknar mæla með lyfjum í eftirfarandi röð:

 • CMF - cyclophosphamide, methotrexate og fluorouracil ("5-FU" eða 5-fluorouracil).

 • Navelbine® (efnafræðiheiti: vinorelbine) eða Gemzar. Aðeins eitt lyf í einu. Hvort um sig má nota til að halda æxli og einkennum frá því í skefjum án of mikilla aukaverkana (þar á meðal minni hármissi). Svörun af þessum lyfjum er á bilinu 20% til 40% og áhrifin vara í u.þ.b. átta mánuði. Bæði lyfin virka vel jafnvel þótt öðrum sjúkdómum sé til að dreifa eins og til dæmis sykursýki. 

 • Xeloda® (efnafræðiheiti: capecitabine) hefur reynst sumum konum vel sem eru með krabbamein sem hefur ekki látið undan síga þrátt fyrir meðferð með Taxol®, Taxotere® og Adriamycin®.

Xeloda er óvirkt efni þegar það er tekið inn (sem tafla). Fyrst tekur lifrin og síðan krabbaeminsæxlið efnið og breytir því í virkt krabbameinslyf, þ.e. 5-fluorouracil. (Í krabbameinsfrumum er mjög mikið af ensími sem breytir Xeloda í virkt krabbaemeinseyðandi efni.) Þetta tveggja þrepa ferli þýðir að meira af lyfinu lendir á krabbameinsvef en á heilbrigðum vef. Aukaverkanir eru vægar eða í meðallagi (aðallega niuðrgangur og uppköst) en áhrif á ónæmiskerfið lítil og engin á hár.

Virki ekkert af þessu, eru til fleiri lyf, þar á meðal:

 • Ixempra® (efnafræðiheiti: ixabepilone) sem FDA samþykkti í október 2007 til meðhöndlunar á krabbameinum sem eru þolin gagnvart anthracycline-lyfjum, taxane-lyfjum (Taxotere®, Taxol® og Abraxane®) og Xeloda®. Einnig má gefa Ixempra® um leið og Xeloda® (samsett meðferð).

 • Mitomycin® (efnafræðiheiti: mutamycin) og vincristine (tegundarheiti: Oncovin®, Vincasar PES®, Vincrex®) eða önnur lyf í sama flokki vinca-alkalóíða.

 • 5-fluorouracil (5-FU) með samfelldri gjöf í æð eða ásamt leucovorin (kalsíum fólínati) (svörun er á bilinu 10% til 40%).

 • Mitoxantrone (Novantrone®), 5-FU og leucovorin.

 • Sterkur skammtur af methotrexate og leucovorin.

 • Eitthvert nýtt, óþekkt lyf sem á þessari stundu er verið að gera tilraunir með.

Flestar þær meðferðir sem hér hefur verið sagt frá geta gagnast við að hemja krabbamein og viðhalda eins miklum lífsgæðum og unnt er við þessar aðstæður. Með því að nota stera af varkárni og alúð má draga úr aukaverkunum og bæta matarlyst og líðan. Hægt er að bæta Megace® (megestrol acetate) við hvaða lyfjameðferð sem er til auka matarlystina.

ÞB