Meðferð sem hefur áhrif á allan líkamann
Þær meðferðir við fjarmeinvörpum brjóstakrabbameins sem hafa áhrif á allan líkamann eru andhormónameðferð, krabbameinslyfjameðferð og marksækin meðferð, til dæmis með trastuzumab (Herceptin®). Lestu meira (á ensku) um nýtt marsækið lyf, Avastin® við fjarmeinvörpum brjóstakrabbameins. Hvers konar lyf virka best á þig fer eftir því hvernig krabbameinið er og hvar það er. Nýtt próf (grein á ensku) getur hugsanlega hjálpað þér og lækni þínum að ákveða hvers konar meðferð er sú rétta fyrir þig.
Andhormóna- (and-estrógen-) lyf geta reynst besta vopnið í baráttunni við meinvörp brjóstakrabbameins, með sem minnstum aukaverkunum fyrir flestar konur. Af þeirri ástæðu eru andhormónalyf yfirleitt fyrsti kostur handa konum sem:
-
eru með brjóstakrabbamein með hormónaviðtökum (hormónaviðtaka-jákvætt), hvort sem það eru estrogenviðtakar eða prógesterónviðtakar,
-
hafa áður svarað andhormónalyfjum vel svo sem tamoxifen og aromatasetálumunum Arimidex® (efnafræðiheiti: anastrozole), Femara® (efnafræðiheiti: letrozole) eða Aromasin® (efnafræðiheiti: exemestane).
Læknir þinn kann að mæla með að þú reynir andhormónalyf ef þú ert með fjarmeinvörp brjóstakrabbameins, ekki er vitað hvort hormónaviðtakar eru fyrir hendi og erfitt að nálgast sýni til að ganga úr skugga um það.
Krabbameinslyf er nokkuð sem yfirleitt er mælt með ef krabbameinið:
-
heldur áfram að vaxa þrátt fyrir mismunandi andhormónalyf eða marksækin lyf, t.d. trastuzumab (Herceptin®)
-
er ekki með hormónaviðtaka (er hormónaviðtaka-neikvætt),
-
er í lifrinni,
-
er í öllum lungnavef (vessaæðabólga).
Herceptin® kemur einnig til greina ef krabbameinið er með HER2-viðtaka (er HER-2-jákvætt).
ÞB