Hvar eru brjóstamyndir teknar?

**Hér á landi fer brjóstamyndataka fram í Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands í Skógarhlíð 8 (sími 540 1919), en þar eru þrjú brjóstaröntgentæki. Starfsfólk deildarinnar ferðast með fjórða tækið milli heilsugæslustöðva úti á landi og tekur myndir í samvinnu við starfsfólk þeirra. Myndirnar eru framkallaðar og túlkaðar á röntgendeildinni af röntgenlæknum. Loks er eitt tæki á röntgendeild FSA á Akureyri þar sem starfsfólk hennar og heilsugæslunnar annast hópleit á vegum Krabbameinsfélagsins.

*Víða erlendis, t.d. í Bandaríkjunum, þurfa konur að velja sér áreiðanlega stöð þangað sem þær geta leitað til að fara í brjóstamyndatöku. Konum hérlendis er hlíft við þessu erfiða vali. Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands er alfarið treyst fyrir þessu hlutverki.

*Sértu stödd erlendis og þarft að fara í brjóstamyndatöku, eru ýmsar spurningar sem þú þarft að fá svarað til að ganga úr skugga um að þú sért í góðum höndum. Á breastcancer.org er konum bent á að leita til National Cancer Institute (800-4-CANCER) eða til American College of Radiology (800-227-5463) til að fá nánari upplýsingar. Hér fara á eftir nokkrar spurningar sem þá er rétt að fá svarað:

  • Hvað eru teknar margar brjóstamyndir á dag á stöðinni?
    Á sumum greiningarstöðvum eru teknar alls konar röntgenmyndir og lítill hluti starfseminnar felst í að taka brjóstamyndir og lesa úr þeim. Greiningrstöð þar sem lesið er úr 15 eða fleiri brjóstamyndum á dag kann að vera áreiðanlegri en þar sem reynslan er minni.

  • Verður brjóstamyndin skoðuð af fleiri en einum röntgenlækni?
    Lesi fleiri en einn vanur röntgenlæknir úr myndunum – til dæmis tveir læknar sem fara yfir þær hvor í sínu lagi – má búast við að niðurstaðan verði nokkuð áreiðanleg.

  • Talar röntgenlæknirinn við mig um leið og myndirnar hafa verið skoðaðar?

  • Get ég tekið myndirnar með mér strax eftir skoðun? Ef ekki, hvað líður langur tími þangað til ég fæ myndirnar í hendur eða læknir minn?

  • Sendir greiningarstöðin afrit af endanlegri skýrslu um brjóstamyndatökuna beint til mín? Verður hún send læknum mínum? (Eru einhver takmörk fyrir því hve mörgum er send skýrsla?)

  • Gildir sjúkratryggingin mín hjá viðkomandi greiningarstöð?


*Málsgreinar merktar stjörnu eru innskot þýðanda.

**Þessi texti er að mestu fenginn úr fræðsluriti Krabbameinsfélags Íslands: Leit að krabbameini í brjóstum - Brjóstamyndataka

ÞB