Svona er lesið úr brjóstamyndum
Rétt eins og við á um aðrar túlkanir krefst það ákeðinnar færni að lesa úr brjóstamyndum. Þá færni öðlast læknar með tíma og reynslu. Þeir leita að merkjum um eitthvað grunsamlegt, skoða hvort annað brjóstið er frábrugðið hinu að lögun, leita óreglulegra svæða þar sem greina má þéttingu, kalkhópa og hörundsvæða þar sem húðin virðist þykkari en annars staðar. Oftast getur röntgenlæknir þó ekki kveðið upp úr með hvort krabbamein sé á ferðinni út frá brjóstamynd einni saman, því að á brjóstamyndum getur krabbameinsfrumuvöxtur litið út eins og góðkynja frumuvöxtur. Þess vegna er brjóstamyndataka iðulega fyrsta skrefið í röð rannsókna sem geta leitt í ljós heildarmyndina.
*Það sem hér fer á eftir á ekki við hérlendis að sögn yfirlesara, en er látið fljóta með til fróðleiks. Hér á landi eru klínískar myndir skoðaðar strax og viðbótarrannsóknir gerðar. Í hópleit verður því yfirleitt ekki við komið.
Hugsanlega hefur þú lítið um það að segja hvort myndir eru skoðaðar strax eða ekki, en við sérstakar aðstæður gætir þú þurft að ákveða fyrirfram hvort þú vilt láta skoða myndirnar á meðan þú bíður eða ekki. Heimilis- eða heilsugæslulæknir þinn kann að vilja skoða þær fyrst og ræða við þig um útkomuna. Ágætt er að vita fyrirfram, áður en þú ferð í brjóstamyndatöku hvar eða hvenær þú færð að vita niðurstöðuna, einkum ef þú átt langt að fara. Aðalkosturinn við að röntgenlæknir skoðar myndirnar strax er sá, að sjáist eitthvað grunsamlegt geturðu farið beint í frekari myndatöku eða rannsókn – hvort sem það er stækkunarmynd, ómskoðun eða fínnálarástungu, sem yfirleitt er gert strax. Meira um niðurstöður rannsókna.
|
Brjóstamyndir sem sýna mismun á brjóstunum |
*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda.
ÞB