Tölvusneiðmyndun - CT

Tölvusneiðmyndun (CT = Computerized Tomography) er röntgentækni sem veitir læknum upplýsingar í tvívíðum sneiðmyndum eða þversniðum. Meðan á tölvusneiðmyndatöku stendur liggur sjúklingurinn á færanlegum bekk sem rennur í gegnum myndgreiningartæki sem er eins og kleinuhringur í laginu með opi í miðju. Tækið býr til samsetta, heildræna mynd af þeim hluta líkamans sem verið er að rannsaka.

Tölvusneiðmyndun er að jafnaði ekki sú aðferð sem stuðst er við til að meta ástand brjósta. Sértu með stórt krabbameinsæxli, gæti læknir þinn hugsanlega beðið um tölvusneiðmynd til að meta hvort gerlegt sé að fjarlægja það með brjóstnámi eða ógerlegt vegna þess að krabbamein hefur ratað inn í brjóstvegginn. Tölvusneiðmyndir eru notaðar til að skoða nákvæmlega eitla, lungu, lifur, heila, hrygg og önnur líkamssvæði. Með tölvusneiðmyndun er athugað hvort einhver merki finnast um dreift krabbamein (meinvörp) áður en meðferð hefst. Tölvusneiðmyndun er einnig notuð endrum og sinnum meðan á meðferð stendur til að kanna áhrif  meðferðar.

ÞB