Fréttir af rannsóknum á leitaraðferðum*

Aðferðum til leitar að brjóstakrabbameini hefur fleygt fram á síðustu árum. Á heimasíðu breastcancer.org birtast greinar um það sem markverðast hefur talist af sérfræðingum sem kynna sér niðurstöður rannsókna og velja úr birtum greinum. Greinarnar birtast á vef vef samtakanna undir Research News.

Innihald rannsóknagreina er tilreitt þannig að efnið er sett fram á einföldu og auðskiljanlegu máli, mikilvægi rannsóknanna útskýrt, sagt frá því hvernig þær fóru fram og hvaða áhrif niðurstöðurnar gætu hugsanlega haft fyrir fólk við ákveðnar aðstæður sem nánar er lýst. Greinar af þessu tagi eru verndaðar af höfundaréttarlögum og því nær leyfi breastcancer.org til að þýða efni af vef þeirra ekki til nýjustu frétta af rannsóknum.

Með því að smella hér kemstu beint inn í lista yfir nýjustu rannsóknirnar á aðferðum til leitar að brjóstakrabbameini.

Viljir þú fylgjast með vefsetri breastcancer.org og fá senda úrdrætti úr rannsóknarskýrslum jafnharðan eða fylgjast með því sem er að gerast, er gott að fara inn á Ask-the-Expert (Online Conferences), fræðslufundi sem haldnir eru á netinu. Þú getur einnig skráð þig á póstlista og fengið sent það nýjasta með tölvupósti án endurgjalds.

*Málsgreinar merktar stjörnu eru innskot þýðanda.

ÞB