Ómskoðun
Við ómskoðun eru sendar hljóðbylgjur með hárri tíðni inn í brjóstið og endurkast þeirra breytist í myndir á skjá. Ómskoðun er viðbót við aðrar leitaraðferðir. Sjáist eitthvað grunsamlegt á röntgenmynd af brjósti eða finnist við þreifingu, er ómskoðun besta aðferðin til að komast að því hvort þrymillinn er þéttur í sér (t.d. góðkynja netjukirtilhnútur eða krabbamein) eða vökvafylltur (eins og gerist þegar um belgmein er að ræða) Hins vegar er ekki hægt að ganga úr skugga um það með ómskoðun hvort þétting er krabbamein eða ekki. Með góðum tækjum er unnt að greina kalkhópa að verulegu leyti með ómskoðun, en annars ekki.
Sértu innan við þrítugt, kann læknir þinn að mæla með að þú farir fremur í ómskoðun en röntgenmyndatöku (brjóstamyndatöku), þurfi að meta áþreifanlegan hnút í brjóstinu. Erfitt getur reynst að lesa úr brjóstamyndum af ungum konum vegna þess að brjóstin eru yfirleitt þétt, með mikið af mjólkurkirtlum. (Í brjóstum eldri kvenna er yfirleitt meiri fituvefur og auðveldara að rannsaka þau.) Á brjóstamyndum sést kirtilvefur sem þykkildi og hvítir flekkir – og birtist því á svipaðan hátt og krabbameinsæxli. Sumir læknar fullyrða að það sé eins og að reyna að finna hvítabjörn í hríðarbyl að ætla sér að staðsetja einhver frávik í þéttum brjóstvef ungra kvenna með góðkynja belgmein eða eðlilega (góðkynja) kirtilhnúta.
|
Ómmynd sem sýnir dökka óreglulega þéttingu |
Læknar nota einnig oft ómsjána til að vísa sér leið með fínnál (eða grófnál) að þeim stað í brjóstinu sem þarf að kanna betur. Að öðrum kosti væru notaðar röntgenmyndir til að finna staðinn.
Ómskoðun kemur ekki í stað krabbameinsleitar með brjóstamyndatöku. Gildi ómskoðunar sem leitartækis við almenna leit að brjóstakrabbameini (hópleit) hefur ekki verið sanna
ÞB