Rannsóknir í kjölfar meðferðar
Að ljúka meðferð er stór og mikill áfangi – áfangi sem þú getur haldið áfram að fagna á meðan þú og krabbameinsteymið þitt fylgist með framvindunni.
Læknisskoðun
Flestir læknar mæla með læknisskoðun á þriggja eða fjögurra mánaða fresti í byrjun. Síðar verða læknisheimsóknir strjálli. Sjálfskoðun brjósta ætti að halda áfram að vera liður í reglubundnum athöfnum þínum.
Brjóstamyndataka
Sumir læknar mæla með að tekin sé röntgenmynd af brjóstinu sem meinið greindist í hálfsárslega þar til áhrif meðferðar eru gengin yfir. Eftir það ættir þú að fara í brjóstamynatöku að minnsta kosti einu sinni á ári.
Blóðsýni
Þegar meðferð er lokið eru blóðsýni notuð til að fylgjast með vísbendingum um að sjúkdómurinn kunni að vera að taka sig upp á ný og hugsanlegum aukaverkunum lyfja. Fylgst er með fjölda hvítra blóðkorna (ónæmisfrumna) og blóðflögum þar til hvort tveggja er komið í eðlilegt horf. Eftir það mun læknirinn í samráði við þig einungis láta kanna blóðkornamagnið endrum og sinnum með hliðsjón af því hvers konar meðferð þú fékkst og hvernig þér líður.
ÞB