Skol úr mjólkurgangi

Skol úr mjólkurgangi (Ductal Lavage) er tiltölulega ný tækni sem er á tilraunastigi og er beitt til að greina forstigsbreytingar á frumum eða krabbameinsfrumur hjá konum sem miklar líkur eru á að geti fengið brjóstakrabbamein. Við aðferðina er notað sog á geirvörtuna til að draga vökva úr einum af fjölmörgum mjólkurgöngum sem liggja út í hana. Örmjór „leggur” er settur inn í mjólkurgang og vökva sprautað inn um hann til að skola út frumum. Síðan er vökvinn sogaður út um geirvörtuna og sendur á rannsóknarstofu til greiningar undir smásjá.

Þótt beitt sé töluvert sterku sogi á geirvörtuna fylgir því enginn sársauki að fá legginn inn í mjólkurganginn. Tilfinningin er fremur eins og verið sé að pota í brjóstið. Því er þessi aðferð almennt ekki talin óþægileg.

Það sem hins vegar mælir á móti henni eru upplýsingarnar sem fást með svona rannsókn. Auðvitað er dásamlegt þegar ný rannsóknaraðferð gerir það kleift að greina krabbamein snemma, en þegar krabbameinsfrumur eða afbrigðilegar frumur finnast í brjóstinu er engu að síður nauðsynlegt að vita hvaðan þær koma. Með því að skola mjólkurgang er unnt að fá vitneskju um að í brjóstinu er afbrigðilegar frumur að finna, en nákvæm staðsetning er samt ekki fyrir hendi. Til þess að geta tekið frumusýni eða vefsýni þarf staðurinn að vera þekktur. Því þarf eftir sem áður að styðjast við einhvers konar greiningarmyndi

ÞB