Tvær konur: Brjóstamyndataka, ómskoðun og segulómskoðun
Hér að neðan eru tvær myndaraðir sem sýna fyrst röntgenmyndir (brjóstamyndir), síðan mynd fengna með ómskoðun og að lokum mynd fengna með segulómskoðun (MRI) af brjóstum tveggja kvenna. Hjá báðum konunum fundust hnútar (þéttingar) sem reyndust vera brjóstakrabbamein.
Myndaröð 1: Denise Denise fór í brjóstamyndatöku sem sýndi óreglulega aukna þéttingu á ákveðnu svæði, bæði á hliðarmyndum og myndum sem teknar voru í fallstefnu (ofan frá og niður úr). Erfitt reyndist að lesa úr ómskoðunarmyndum en með segulómskoðun komu fram fleiri en eitt hnútasvæði (þéttniaukning) sem reyndist vera illkynja. |
Myndaröð 2: Mary Mary fann fyrir hnút í brjóstinu. Til að láta rannsaka hann fór hún í vandaða brjóstamyndatöku og síðan í ómskoðun og segulómskoðun. Síðan var tekið vefjarsýni sem leiddi í ljós ífarandi mein í mjólkurkirtli. |
Brjóstamyndin af Denise: |
Brjóstamyndin af Mary: |
|
|
Þetta eru hliðarmyndir af báðum brjóstunum. |
Þetta er hliðarmynd af öðru brjóstinu. |
|
|
Þetta er mynd tekin ofan frá og niður af báðum brjóstum. |
Þessi mynd er tekin ofan frá og niður af brjóstinu. |
Ómskoðun Denise: |
Ómskoðun Mary: |
|
|
Erfitt er að lesa úr þessari mynd því hún er hrærigrautur skugga og hvítra svæða sem erfitt er að aðgreina. Yfirleitt eru þó gruggugar myndir sem ómskoðun birtir mjög heppilegar til að greina þétta hnúta, svo sem æxli, frá vökvafyllingum eins og belgmeinum. Með ómskoðun fæst ekki heilleg mynd af brjóstinu. |
Ómmyndin sýnir dökka óreglulega þéttingu í brjóstinu. Hljóðbylgjur komast ekki í gegnum svæðið vegna þess hve þétt það er. |
Segulómmynd af Denise: |
Segulómmynd af Mary: |
|
|
Brjóstið er gert úr margvíslegum tegundum vefja sem birtast hver með sínu móti við segulómskoðun. Krabbamein getur einnig birst á sinn sérstaka hátt. Þessi segulómmynd af brjóstinu sýnir mörg smá og óregluleg svæði þar sem gætir grunsamlega mikillar frumstarfsemi (hvítu svæðin) sem reyndist vera krabbamein. |
Segulómmynd af brjóstinu sýnir tvö aðskilin grunsamleg svæði sem reyndust vera krabbamein. |
Þakkir eru færðar the Radiology Department of the University of Pennsylvania Health System fyrir að heimila notkun þessara mynda.
ÞB