Hnútur í brjósti

Hvað er til ráða?

Finnir þú hnút í brjósti þínu sem þú kannast ekki við og þér finnst grunsamlegur, skaltu leita strax til læknis á heilsugæslustöð. Þetta er fyrsta skrefið til þess að kanna málið nánar. Þaðan mun þér verða vísað í sérskoðun ef þörf er á. 

Skimun fyrir krabbameini í brjóstum hjá Landsspítala, í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri. Brjóstamyndatakan fer fram á Brjóstamiðstöð, Eiríksgötu 5 í Reykjavík og á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Eyrarlandsvegi.



Á ,,Mínum síðum“ á island.is og heilsuvera.is birtast upplýsingar um hvenær kona hefur fengið boð í skimanir og hvenær hún hefur mætt.

Einnig birtast þar allar niðurstöður úr skimunum, bæði þegar þær gefa tilefni til nánari skoðunar og þegar niðurstöður eru eðlilegar. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki til að sjá niðurstöður á island.is.

Ef upplýsingarnar eru ekki aðgengilegar á þessum síðum er bent á að hafa samband við Samhæfingarstöð krabbameinsskimana í síma 513 6700

Flestar nútímakonur skoða brjóst sín sjálfar og eru meðvitaðar um gildi þess fyrir eigin heilsu.