Hnútur í brjósti

Hvað er til ráða?

Finnir þú hnút í brjósti þínu sem þú kannast ekki við og þér finnst grunsamlegur, skaltu leita strax til læknis á heilsugæslustöð. Þetta er fyrsta skrefið til þess að kanna málið nánar. Þaðan mun þér verða vísað í sérskoðun ef þörf er á. 

Hérlendis er konum á aldrinum 40-69 ára boðið í brjóstamyndatöku (hópleit) annað hvert ár í Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Yngri konur geta einnig farið í brjóstamyndatöku (sérskoðun) en þær þurfa að hafa tilvísun til Leitarstöðvarinnar frá sínum heilsugæslulækni. Konur 70 ára og eldri geta pantað tíma hjá Leitarstöðinni vilji þær halda reglubundnu eftirliti áfram, þar sem þær eru ekki boðaðar bréflega.

Sími Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands fyrir tímapantanir er 540-1919, einnig eru teknar tímapantanir á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands. Þar er einnig að finna upplýsingar um helstu einkenni brjóstakrabbameins.

Flestar nútímakonur skoða brjóst sín sjálfar og eru meðvitaðar um gildi þess fyrir eigin heilsu.