Einkenni og teikn um IDC

Til að byrja með veldur ífarandi mein frá mjólkurgangi (IDC) hugsanlega engum einkennum. Oft er það svo að grunsamlegt svæði birtist á brjóstamynd (röntgenmynd af brjósti) sem leiðir til ítarlegri rannsókna. Í sumum tilfellum er fyrsta merkið um ífarandi mein frá mjólkurgangi hnútur eða þétting í brjóstinu sem ekki hefur verið þar áður og þú eða læknir þinn getið fundið með þreifingu. Eitthvað af eftirtöldum breytingum á brjóstinu getur verið fyrsta merki um brjóstakrabbamein, þar á meðal ífarandi mein frá mjólkurgangi:

  • Bólga í öllu brjóstinu eða hluta þess.

  • Erting í húð eða litlar dældir.

  • Verkur í brjóstinu.

  • Verkur í geirvörtu eða geirvartan leitar inn á við.

  • Roði, hreisturmyndun eða þykking geirvörtu eða húðar á brjósti.

  • Útferð frá geirvörtu önnur en brjóstamjólk.

  • Hnútur eða þykkildi í holhönd.

ÞB