Ífarandi mein frá mjólkurkirtli (bleðilkrabbamein)

(ILC - Invasive Lobular Carcinoma)

Ífarandi mein frá mjólkurkirtli sem stundum er kallað bleðilkrabbamein, er næstalgengasta tegund brjóstakrabbameins á eftir ífarandi krabbameini frá mjólkurgangi. Um það bil 10% allra ífarandi brjóstakrabbameina eru ífarandi mein frá mjólkurkirtli, svokallað bleðilkrabbamein, ILC. Ífarandi (invasive) merkir að það hefur dreift sér eða sáð í aðliggjandi vefi. Uppruni þess er í mjólkurkirtli (lobula). Carcinoma er sérstakt orð yfir krabbamein sem á upptök sín í húð eða þekjuvef sem liggur að innri líffærum - eins og í brjóstavef. Með tímanum getur ífarandi mein frá mjólkurkitli dreift sér til eitla og hugsanlega annarra svæða líkamans.

Þótt þessi tegund brjóstakrabbameins geti greinst hjá konum á öllum aldri, er hún algengari eftir því sem aldur kvenna hækkar. Samkvæmt bandarísku krabbameinsskránni (American Cancer Society) eru tvær af hverjum þremur konum sem greinast með þessa tegund brjóstakrabbameins 55 ára eða eldri. ILC virðist því koma fyrir síðar á ævinni en ífarandi mein frá mjólkurgangi, þ.e.a.s. á sjötugsaldri kvenna (eftir sextugt) fremur en um og upp úr miðjum sextugsaldri (eftir fimmtugt).

Til eru rannsóknir sem gefa til kynna að notkun hormónalyfja við tíðahvarfaeinkennum kunni að auka hættuna á ILC.

Á eftirfarandi síðum má lesa meira um greiningu og meðferð við ífarandi meini frá mjólkurkirtli:

 ÞB