Einkenni og teikn um ILC

Í byrjun er hugsanlega engin einkenni að finna um ífarandi mein frá mjólkurkirtli. Stundum birtast grunsamleg svæði á brjóstamyndum sem verða til þess að frekari rannsóknir eru gerðar, en yfirleitt er erfiðara að koma auga á ífarandi mein frá mjólkurkirtli á brjóstamyndum en mein frá mjólkurgangi. Ástæðan er sú að í stað þess að mynda hnút eða ber raða krabbameinsfrumurnar sér eftir línu í aðliggjandi grunnvef (stroma).

Í öðrum tilfellum eru fyrstu teikn um ífarandi mein frá mjólkurkirtli þau að með þreifingu má finna þéttingu eða harðan blett fremur en hnút. Önnur möguleg einkenni geta falist í því að svæði á brjóstinu virðist þrútið eða þrýstið, áferð hörundsins breytist á einhvern hátt eða geirvartan snýst inn á við.

Eftirfarandi óeðlilegar breytingar á brjóstinu, eitt atriði eða fleira, kunna að vera fyrstu teikn um brjóstakrabbamein, þar á meðal ífarandi mein frá mjólkurkirtli (skv. American Cancer Society):

  • bólga í hluta brjósts eða öllu brjóstinu

  • húðerting (útbrot) eða hola 

  • verkur í brjóstinu

  • verkur í geirvörtunni

  • roði á hörundi brjósts eða geirvörtu, þétting eða hreistur

  • útferð um geirvörtu önnur en brjóstamjólk

  • hnútur í holhönd. 

 ÞB