Meðferð við ILC
Meðferðir við ífarandi brjóstakrabbameini frá mjólkurkirtli eru í grófum dráttum af tvennum toga:
Staðbundnar meðferðir: Skurðmeðferð og geislameðferð
Staðbundin meðferð beinist að æxlinu og aðliggjandi svæðum, svo sem bringu og eitlum í holhönd.
Lyfjameðferð: Krabbameinslyf (frumudrepandi), móthormónalyf og marksækin lyf
Meðferð af þessu tagi byggist á lyfjum sem berast um allan líkamann og markmiðið að eyða krabbameinsfrumum sem kunna að hafa dreift sér úr frumæxlinu svo og að minnka líkur á að meinið taki sig upp aftur.
ÞB