Undirflokkar ILC

Til eru mismunandi tegundir eða undirflokkar ífarandi meins frá mjólkurkirtli (ILC) og fer það eftir því hvernig krabbameinsfrumurnar líta út í smásjá. Í algengustu tilfellum ILC og þeim sem dæmigerð eru talin, myndast meinið úr smáum krabbameinsfrumum sem brjótast inn í grunnvef (stroma). Í grunnvef eru fituvefur og bandvefur sem lýkst um mjólkurrásir (-ganga) og -kirtla, svo og blóð- og sogæðar í brjóstinu. Dæmigerðar ILC-frumur raða sér yfirleitt hlið við hlið eftir grunnvefnum í einfalda röð. Yfirleitt líkjast krabbameinsfrumurnar hver annarri. Frumukjarninn sem inniheldur erfðaefnið er oftast lítill og svipaður frá einni frumu til annarrar.

Vaxi krabbameinsfrumurnar á annan hátt en hér var lýst, þ.e. ekki í einfaldri röð - er hugsanlegt að þú rekist á orð sem notuð eru um þessa undirflokka ífarandi meins frá mjólkurkirtli:

  • Samfella (solid): Frumurnar vaxa í stórum breiðum og lítill sem enginn grunnvefur á milli þeirra.

  • Blöðrur (alveolar): Krabbameinsfrumur vaxa í klasa, 20 saman eða fleiri.

  • Píplur (tubulobular): Þessi tegund sýnir sum einkenni hins dæmigerða meins þar sem frumurnar vaxa í einfaldri röð, en inni á milli eru frumur sem mynda smáar píplur (pípulaga form).

Líti krabbameinsfrumurnar sjálfar öðruvísi út en hinar dæmigerðu frumur ífarandi meins frá mjólkurkirtli, er mögulegt að tala um að þær séu:

  • Ofauknar (pleomorphic): Krabbameinsfrumurnar eru stærri en venjulegast er í ífarandi meini frá mjólkurgangi (ILC), og frumukjarnarnir eru innbyrðis ólíkir.

  • Signethringfrumur (signet ring cells): Í þessari tegund ILC er í æxlinu að finna frumur sem eru fullar af slími sem þrýstir frumukjarnanum (sem inniheldur erfðaefnið) út á einum stað. Þær draga heiti sitt af útlitinu.

  • ÞB