Brjóstakrabbamein karla
Brjóstakrabbamein karla er afar sjaldgæfur sjúkdómur. Innan við 1% alls brjóstakrabbameins finnst hjá karlmönnum. Árið 2005 greindust 211.400 konur í Bandaríkjunum með brjóstakrabbamein en 1.690 karlar.
Þú veltir því ef til vill fyrir þér hvernig það megi vera að karlmenn fái krabbamein í brjóst sem þeir eru ekki með. Sannleikurinn er sá að allir, piltar og stúlkur, karlar og konur, eru með brjóstvef. Margvíslegir hormónar í líkama stúlkna og kvenna örva vöxt brjóstvefjar þar til hann myndar fullvaxta brjóst. Í líkama pilta og karla myndast yfirleitt ekki mikið af hormónum sem geta örvað brjóstavöxt. Þess vegna heldur brjóstvefur þeirra yfirleitt áfram að vera flatur og lítill að vöxtum. Þó má sjá pilta og karlmenn með meðalstór eða stór brjóst en yfirleitt eru þau brjóst bara fitubungur. Það kemur hins vegar stundum fyrir að á karlmönnum vex raunverulegur brjóstkirtlavefur vegna þess að þeir taka inn ákveðin lyf eða eru með óeðlilegt hormónamagn.
Vegna þess hve brjóstakrabbamein er sjaldgæft hjá körlum eru ekki mörg tilfelli sem unnt er að rannsaka. Flestar rannsóknir á brjóstakrabbameini karlmanna eru mjög litlar að umfangi. Þegar mörgum litlum rannsóknum er steypt saman má hins vegar fræðast um eitt og annað.
Í þessum hluta er að finna grunnupplýsingar um brjóstakrabbamein karla:
Sérfræðingarnir á bak við upplýsingar um brjóstakrabbamein karla eru:
-
Lisa Atterby, D.O., brjóstaskurðlæknir, aðstoðarprófessor í skurðlækningum við skurðdeild Cooper University Hospital, The Cancer Institute of Surgery.
-
Jennifer Harned Adams, Ph.D. atferlisvísindadeild háskólans í Texas, nánar tiltekið við M.D. Anderson Cancer Center, Houston, Texas.
-
Marisa Weiss, M.D., krabbameinslæknir og sérfræðingur í geislalækningum við Lankenau Hospital, Thomas Jefferson University Health System, Philadelphia, Pennsylvania.
Sigurður Böðvarsson, læknir með lyf- og krabbameinslækningar sem sérgrein, las yfir þennan hluta brjostakrabbamein.is.
ÞB