Marksækin meðferð (Targeted Therapy)

Lyfjagjöf sem felst í að gefa lyf sem hróflar eingöngu við því sem aflaga hefur farið í krabbameinsfrumum getur mögulega gert mikið gagn með litlum aukaverkunum.

Trastuzamab (Herceptin® - ísl.: herseptín) er best þekkta lyfið af þessari tegund. Herceptin® er marksækið lyf (mótefnislyf) sem vinnur eingöngu á krabbameinsæxlum þar sem frumur hafa of marga HER2 arfbera og búa þar af leiðandi til of marga HER2 prótínviðtaka. Þessir viðtakar má segja að séu eins og auð bílastæði á brjóstakrabbameinsfrumum. Viðtakar nema boð sem skipa frumum að vaxa og fjölga sér. Herseptín kemur aðvífandi og tekur upp stæði þannig að boð um að vaxa og fjölga sér komast ekki að – stæðið er upptekið. Herseptín hengir sig einnig á krabbameinsfrumur og markar þær. Ónæmiskerfið fær vitneskju um þessar mörkuðu frumur og tortímir þeim. Herseptín er mjög áhrifaríkt lyf fyrir fólk sem er með brjóstakrabbamein með HER2 viðtökum hvort heldur sjúkdómurinn er á fyrstu eða síðari stigum (fjarmeinvörp).

Herceptin® hefur nokkrar mögulegar hliðarverkanir og kann að:

  • Valda óþægindum sem minna á inflúensu (kuldahroll, hita, ógleði, uppköst, höfuðverk, verki).

  • Valda hjartabilun í einstaka tilfellum.

  • Til þess að draga sem mest úr áhættunni er herseptín ekki gefið með öðrum lyfjum sem geta haft áhrif á eða skaðað hjartað.


  • Hættan er mjög lítil sé herseptín gefið eitt og sér.

Bevacizumab (Avastin®) er annað marksækið lyf. Lyfið hamlar nýmyndun æða til krabbameinsfrumna. Lyfið hefur verið samþykkt í því skyni að veita meðferð við fjarmeinvörpum krabbameinis í ristli eða endaþarmi, eggjasokkum, eggjaleiðurum og lífhimnu þegar jafnframt eru gefin krabbameinslyf. Verið er að rannsaka áhrif Avastin í tengslum við meðferð við brjóstakrabbameini. Niðurstöður gefa tilefni til bjartsýni fyrir fólk með fjarmeinvörp brjóstakrabbameins þegar jafnframt eru gefin hefðbundin krabbameinslyf.

Avastin® getur haft ýmsar mögulegar aukaverkanir. Það getur valdið hækkuðum blóðþrýstingi, blóðnösum og umfram magni prótíns í þvagi. Hætta eykst einnig lítillega á að fólk sem fær meðferð með bevacizumab við ristilkrbbameini fái heilablóðfall eða hjartabilun. Eigir þú nú þegar við þess háttar vandamál að stríða og ert í þessum áhættuhópi, skaltu ræða við lækni þinn um hvaða áhrif Avastin® kunni að hafa.

Ný marksækin lyf eru jafnt og þétt að finnast. Farðu inn á þennan vef eða beint á http://www.breastcancer.org til þess að fylgjast með niðurstöðum rannsókna á þessu sviði krabbameinslækninga.

ÞB