Meinafræðiskýrslan þín
*Þótt fróðlegt geti verið að lesa það sem hér er að finna miðast þessar upplýsingar við aðrar aðstæður en konur á Íslandi eiga að venjast. Hér á landi tekur “kerfið” við um leið og einhver greinist með krabbamein. Sjúklingur á þó ávallt rétt á að fá aðgang að þeim upplýsingum sem tiltækar eru.
Bíddu eftir heildarmyndinni
Það er svo erfitt að bíða! Ein sýnataka getur leitt til annarrar og margar mismunandi skýrslur kunna að berast. Sumar rannsóknir taka lengri tíma en aðrar. Ekki er unnt að framkvæma allar rannsóknir á sömu rannsóknarstofunni. Yfirleitt berast flestar upplýsingar innan viku eða tveggja eftir sýnatökuna, og venjulega eru allar niðurstöður komnar innan nokkurra vikna. Læknir þinn lætur þig vita þegar niðurstöður berast. Heyrir þú ekkert frá lækninum, skaltu hafa samband við hann.
Fáðu allar upplýsingar sem þú þarfnast
Vertu viss um að þú hafir allar upplýsingar um niðurstöður rannsókna áður en þú tekur endanlega ákvörðun um meðferð. Ekki einblína um of á eitthvert eitt atriði. Reyndu að skoða heildarmyndina þegar þú hugleiðir hvaða kosti þú átt um að velja í stöðunni.
Mismunandi rannsóknarstofur og sjúkrahús kunna að nota mismunandi orð til að lýsa sama hlutnum. Rekist þú á orð í meinafræðiskýrslunni sem ekki eru útskýrð í þessum bæklingi, skaltu vera ófeimin við að spyrja lækninn þinn hvað þau þýða.
|
Eðlilegt brjóst með stækkuðum þverskurði af heilbrigðum mjólkurgangi Þverskurður af brjósti: Stækkun |
Mismunandi stig brjóstakrabbameins
Meinafræðiskýrslan gerir lækninum kleift að sjá á hvaða stigi brjóstakrabbameinið er. Það gæti flokkast sem:
-
Stig 0
-
Stig I (1)
-
Stig II (2)
-
Stig IIIA (3A)
-
Stig IIIB (3B), or
-
Stig IV (4)
Flokkunin byggist á stærð æxlisins, hvort eitlar eru sýktir og hvort krabbameinið hefur dreift sér út fyrir brjóstið. Læknar munu styðjast við alla þætti meinafræðiskýrslunnar til viðbótar við flokkun eftir stigi til að ákveða viðeigandi meðferð.
Hvernig best er að byrja
Byrjaðu á að athuga efst á skýrslunni hvort þar er ekki örugglega nafnið þitt og dagsetningin þegar þú fórst í sýnatöku og upplýsingar um hvers konar sýni var tekið. Gakktu úr skugga um að þetta eigi allt saman við þig.
Skýrslunni er skipt í kafla
-
Sýni:
Í þessum hluta er lýst hvaðan vefjarsýni voru tekin. Vefjarsýni (eða frumusýni) kunna að hafa verið sótt í brjóstið, eitlana í holhöndinni eða hvort tveggja. -
Sjúkrasaga:
Þarna er stutt lýsing á þér og hvernig varð vart við hið grunsamlega svæði í brjóstinu. Þar er einnig lýst í hvers konar sýnatöku þú fórst. -
Læknisfræðilegt mat:
Þarna er sjúkdómsgreiningin sem læknar gerðu ráð fyrir að sýnatakan mundi staðfesta.
-
Útlitslýsing:
Í þessum hlut er vefjarsýni eða sýnum lýst. Sagt er frá stærð, þyngd og lit á hverju sýni fyrir sig. -
Smásjárlýsing:
Hér er því lýst hvernig krabbameinsfrumurnar líta út séðar í smásjá. -
Sérstakar prófanir og merkigen:
Í þessum hluta er sagt frá niðurstöðum leitar að prótínum, arfberum og könnun á vaxtarhraða frumna. -
Yfirlit yfir endanlega greiningu:
Hér er stutt lýsing á öllum helstu niðurstöðum rannsókna á hverju sýni fyrir sig. -
ÞB