Brjóstakrabbameinið

Fróðleikur

Mundu: Það skiptir engu hvað meinafræðiskýrslan segir um krabbameinið, til eru margar áhrifaríkar meðferðarleiðir sem hægt er að fara.

Er æxlið illkynja?

Æxli stafar af offjölgun frumna. Æxli getur ýmist orðið til af völdum eðlilegra frumna eða krabbameinsfrumna. Krabbameinsfrumur eru frumur sem fylgja ekki settum reglum um frumusamskipti í líkamanum. Þær kunna að halda kyrru fyrir þar sem þær byrjuðu að vaxa, en þær geta einnig vaxið inn í heilbrigðan, aðlægan vef.

Í meinafræðiskýrslunni kemur fram hvers konar frumur er að finna í æxlinu.

ÞB