Hefur allt krabbamein verið fjarlægt?

Fróðleiksmoli

Mismunandi kann að vera frá einu sjúkrahúsi til annars hvenær skurðbrúnir eru taldar “neikvæðar” eða “hreinar”. Sumir læknar vilja sjá að minnsta kosti tvo millimetra af eðlilegum vef við skurðbrúnir. Annars staðar er ein heilbrigð fruma látin nægja.

Þegar krabbamein er fjarlægt úr brjósti leitast skurðlæknir við að ná öllu æxlinu ásamt svolítilli “spássíu” af eðlilegum vef umhverfis. Er það gert til að tryggja að allar krabbameinsfrumur hafi verið fjarlægðar.

Vefurinn innan við skurðbrún þess sem var fjarlægt eru "brottnámsmörk" eða skurðbrún. Þessi vefur er rannsakaður mjög ítarlega til að ganga úr skugga hvort þar sé einhverjar krabbameinsfrumur að finna.

Meinafræðingur mælir einnig fjarlægðina frá ystu brún æxlis þar sem krabbameinsfrumur er að finna yfir í skurðbrún.

Skurðbrún umhverfis krabbameinsæxli er skilgreind á þrjá mismunandi vegu:

  • Neikvæð: Engar krabbameinsfrumur er að finna í skurðbrún. Venjulega þýðir það að ekki þarf að gera frekari skurðaðgerð.

  • Jákvæð: Krabbameinsfrumur er að finna í skurðbrún. Frekari skurðaðgerð getur reynst nauðsynleg.

  • Naum: Krabbameinsfrumur er að finna nærri skurðbrún en ekki í sjálfri skurðbrúninni. Frekari skurðaðgerð getur reynst nauðsynleg.

margins

Stækka mynd

A Krabbameinsfrumur
B Eðlilegar frumur
C Skurðbrún

ÞB