Er meinið ífarandi?
Sá staki þáttur sem mestu skiptir í sambandi við allar tegundir brjóstakrabbameins er hvort meinið kunni að sá sér út fyrir mjólkurgang eða mjólkurkirtil þar sem það á upptök sín.
Eðlilegar frumur
|
Staðbundið krabbamein heldur sig í mjólkurgöngum eða mjólkurkirtlum brjóstsins. Það vex ekki inn í aðliggjandi eðlilegan vef í brjóstinu eða utan þess. Þessi tegund er stundum kölluð setmein (in situ) eða forstigskrabbamein.
Staðbundnar frumur
|
Hafi krabbamein brotið sér leið þaðan sem það byrjaði að vaxa er sagt að það sé ífarandi. Flestar tegundir krabbameins eru ífarandi. Stundum geta krabbameinsfrumur einnig sáð sér til annarra hluta líkamans með blóðrás eða sogæðakerfi.
Ífarandi frumur
|
Eftirfarandi orð sem lýsa krabbameini geta komið fyrir í meinafræðiskýrslum
-
DCIS (Ductal Carcinoma In Situ - staðbundið mein í mjólkurgangi). Þessi tegund meins er ekki ífarandi og heldur sig inni í mjólkurgöngum.
-
LCIS (Lobular Carcinoma In Situ – staðbundið mein í mjólkurkirtli ) — Þetta er æxli sem stafar af offjölgun frumna sem halda sig inni í mjólkurkirtlunum. LCIS er ekki raunverulegt krabbamein. Það er hins vegar hættumerki og líkur aukast á að þróa ífarandi krabbamein síðar meir í öðru hvoru brjóstinu.
-
IDC (Invasive Ductal Carcinoma – ífarandi mein frá mjólkurgangi). Þetta er krabbamein sem byrjar í mjólkurgangi en vex inn í aðlægan, heilbrigðan vef inni í brjóstinu. Þetta er algengasta tegund krabbameins.
-
ILC (Invasive Lobular Carcinoma – ífarandi mein frá mjólkurkirtli; bleðilkrabbamein) er krabbamein sem á upptök sín í mjólkurkirtlum en vex síðan inn í aðliggjandi, heilbrigðan vef í brjóstinu.
ÞB