Hve hratt vaxa krabbameinsfrumurnar?
Til eru tvenns konar rannsóknir sem hægt er að styðjast við til að kanna hve hratt krabbamein vex: S-phase fraction test sem mælir hlutfall þeirra frumna sem eru í óða önn að fjölfalda erfðaefni sitt (DNA) og Ki-67 mæling sem einnig segir til um hve hratt frumur skipta sér. Með báðum aðferðum er því hægt að sjá hvort frumur fjölga sér á eðlilegum hraða eða ekki.
Mjög erfitt er að framkvæma þessar prófanir þannig að treysta megi niðurstöðunum, jafnvel á rannsóknarstofum þar sem mikil reynsla er fyrir hendi. Því treysta margir læknar fremur á aðrar niðurstöður þegar þeir ákveða hvaða meðferð sé heppilegust.
ÞB