Er krabbameinsfrumur að finna í eitlum eða æðum?
Í brjóstinu er þéttriðið net æða og sogæða sem tengja brjóstvefinn við aðra hluta líkamans. Þetta eru “stofnbrautirnar” sem flytja næringu og fjarlægja úrgangsefni.
Finnist krabbameinsfrumur í æðakerfi brjóstsins, aukast líkur á að krabbamein taki sig upp á ný. Þegar svo er ástatt kann læknir að mæla með því að gripið verði til meðferðar sem hefur áhrif á allan líkamann, ekki aðeins brjóstið.
Í niðurstöðum rannsókna stendur:
Íferð í eitla eða æðar:
TIL STAÐAR (já, krabbameinsfrumur hafa fundist) eða
EKKI TIL STAÐAR (nei, engin íferð).
ÞB