Ástand eitla
Eru krabbameinsfrumur í eitlum?
Líkur á að krabbameini dreifi sér eru taldar vaxa við það að krabbameinsfrumur finnast í eitlum í holhönd.
Eitlar eru eins konar síur á leið sogæðavökvans. Sogæðavökvi rennur úr brjóstinu og fer aftur út í blóðrásina. Eitlarnir reyna að grípa allar krabbameinsfrumur áður en þær ná að berast í aðra hluta líkamans. Þegar engar krabbameinsfrumur finnast í eitlum og þeir eru “hreinir” er sagt að þeir séu “neikvæðir”. Finnist krabbameinsfrumur í eitlum er sagt að þeir séu “jákvæðir”.
Í hve mörgum eitlum finnast krabbameinsfrumur?
Í því fleiri eitlum sem krabbameinsfrumur finnast, þeim mun alvarlegri kann sjúkdómurinn að reynast. Af þeim sökum styðjast læknar við upplýsingar um í hve marga eitla krabbameinið hefur dreift sér þegar þeir taka ákvörðun um meðferð. Þeir taka einnig tillit til þess hve mikið krabbamein er að finna í hverjum eitli.
Hve mikið af krabbameinsfrumum er að finna í hverjum eitli er lýst með ýmsum orðum
-
Óverulegt. Þá er aðeins örfáar krabbameinsfrumur að finna í eitlinum og þær eru aðeins greinanlegar í smásjá.
-
Mikið. Mikið er um krabbameinsfrumur í eitlinum, hægt er að þreifa þær og greina með berum augum.
-
Utan eitils. Krabbamein hefur sáð sér út fyrir eitilinn.
-
ÞB