Orðalisti

Afbrigðilegar frumur: Frumur sem líta hvorki út né haga sér eins og heilbrigðar frumur líkamans.

And-HER2 meðferð: Marksækin lyfjameðferð með einstofna mótefni sem  notuð er til að meðhöndla HER2-jákvætt brjóstakrabbamein, þ.e. brjóstakrabbamein sem tjáir  HER2 í æxlinu eða hafa æxli með HER2 genamögnun sem hefur verið staðfest með nákvæmri og gildaðri greiningu.

Aromatase-hemjari Lyf sem minnkar magn estrógens í líkamanum (eftir tíðahvörf).

Ágengar krabbameinsfrumur: Frumur sem vaxa hratt og geta sáð sér út fyrir svæðið þar sem þær byrjuðu að fjölga sér.

Blóðæðaíferð: Þýðir að krabbameinsfrumur er að finna í blóðrás.

Comedo: Tegund staðbundins krabbameins sem sáir sér yfirleitt ekki; það hefur tilhneigingu til að vera hraðvaxandi.

Cribiform: Tegund staðbundins krabbameins sem sáir sér ekki og er yfirleitt hægvaxandi.

Eitlaíferð: Þýðir að krabbameinsfrumur hafa fundist í sogæðum

Eitlar: Síur meðfram brautum sem flytja sogæðavökva (í sogæðakerfinu); hlutverk þeirra er að grípa og eyða krabbameinsfrumum áður en þær ná að berast til annarra hluta líkamans.

Eitlar í holhönd: Eitlar í kverkinni undir upphandleggnum.

Ekki ífarandi (staðbundið): Krabbamein sem heldur sig í þeim hluta brjóstsins þar sem það á upptök sín.

Endurkoma (recurrence): Þegar krabbamein tekur sig upp á ný.

ER-neikvætt: Krabbamein sem ekki er með estrógenviðtaka á frumum.

ER-jákvætt: Krabbamein með estrógenviðtaka á frumum.

Erfðavísir: Hluti af forskrift líkamans um hvernig eigi að búa til nýjar frumur, stjórna frumuvexti (skiptingum) og viðgerð á frumum

FISH (Fluorescence In Situ Hybridization) rannsókn: Rannsóknaraðferð við leit að HER2 arfberum.

Forstigskrabbamein: Æxli sem er ekki flokkað sem krabbamein en telst viðvörun um að krabbamein kunni að greinast seinna meir.

Góðkynja: Ekki krabbamein.

Gráða: Segir hversu mikið æxlisfrumur víkja frá eðlilegum frumum í útliti.

HER2: Erfðavísir (gen)  sem á þátt í að stjórna vexti og viðgerð frumna.

Her2-mótefnameðferð: Lyfjameðferð sem notuð til til að meðhöndla brjóstakrabbamein með afbrigðilega HER2 arfbera.

Hormónaviðtakar: Örsmá svæði sem eru eins og eyru utan á frumunum og hlusta eftir og svara boðum frá hormónum

Hrein skurðbrún: Þýðir að í eðlilegum vef umhverfis æxlið sé ekki að finna neinar krabbameinsfrumur.

IHC rannsókn (mótefnalitun vefja): Rannsókn sem kannar hve mikið er af HER2 prótíni.

Ífarandi: Krabbamein sem sáir sér út fyrir staðinn þar sem það byrjaði.

Ífarandi krabbamein frá mjólkurgangi (Invasive Ductal Carcinoma (IDC): Krabbamein sem byrjar í mjólkurgangi en dreifir sér í eðlilegan brjóstavef umhverfis mjólkurganginn.

Ífarandi krabbamein frá mjólkurkirtli (Lobular Carcinoma -ILC), bleðilkrabbamein: Krabbamein sem byrjar inni í mjólkurgangi en vex (dreifir sér) inn í eðlilegan brjóstavef umhverfis.

Jákvæð mörk: Þýðir að krabbameinsfrumur er að finna alveg við skurðbrún við eðlilegan vef umhverfis æxl.

Naum skurðbrún: Þýðir að krabbameinsfrumur er að finna nálægt ystu brún vefjarins umhverfis æxlið.

Ki-67: Rannsókn sem sýnir hversu hratt krabbameinið vex.

Meinafræðingur: Læknir sem hefur sérhæft sig í að skoða vefjasýni í smásjá til að kanna hvort það er eðlilegt eða merki um sjúkdóm að finna.

Mergmein: Tegund ífarandi krabbameins sem vex inn í eðlilegan, aðlægan vef.

Mjólkurgangur: Örsmáar leiðslur í brjóstinu sem brjóstamjólkin flyst um út í geirvörtuna.

Mjólkurkirtlar: Kirtlar í brjóstinu sem sjá um að framleiða brjóstamjólk.

Neikvæð skurðbrún: Merkir að í vefnum umhverfis æxlið finnast engar krabbameinsfrumur.

Óeðlilegar frumur: Frumur sem líta öðruvísi út en heilbrigðar frumur líkamans.

Pípumein: Tegund ífarandi krabbameins sem vex inn í eðlilegan, aðliggjandi vef; yfirleitt hægvaxandi.

PR-jákvætt: Krabbamein með viðtaka fyrir prógesterón

PR-neikvætt: Krabbamein án viðtaka fyrir prógesterón

S-phase fraction test: Rannsókn sem sýnir vaxtarhraða krabbameins.

Skurðbrún: Eðlilegur vefur umhverfis æxlið sem var fjarlægt.

Slímæxli: Tegund ífarandi krabbameins sem vex inn í eðlilegan, aðliggjandi vef; yfirleitt hægvaxandi.

Slímkrabbamein: Tegund ífarandi krabbameins sem sáir sér út í eðlilegan, aðlægan vef.

Staðbundið krabbamein í mjólkurgangi - Ductal Carcinoma in situ (DCIS): Staðbundið mein (setmein) sem heldur sig inni í mjólkurgangi og dreifir sér yfirleitt ekki.

Staðbundið - In situ: Krabbamein sem heldur sig inni í þeim hluta brjóstsins þar sem það byrjaði og dreifir sér yfirleitt ekki.

Staðbundið krabbamein í mjólkurgangi (Lobular Carcinoma in situ (LCIS): Frumur sem ekki eru eðlilegar en halda sig inni í þeim hluta brjóstsins sem framleiðir brjóstamjólk.

Sýnataka: Aðgerð í því skyni að ná í frumr eða vef til að rannsaka hvort krabbamein finnst eða ekki.

Tamoxifen: Lyf sem kemur í veg fyrir að estrógen nái til hormónaviðtaka á krabbameinsfrumum.

Totumyndandi (capillary): Tegund staðbundist krabbameins sem sáir sér ekki og er oftast hægvaxandi.

Þétting: Tegund krabbameins sem er ekki ífarandi, dreifir sér ekki og er yfirleitt hægvaxandi.

ÞB