Greiningin á brjóstakrabbameini þínu
Brjóstakrabbamein er jafn margbreytilegt og konurnar sem fá það. Með því að skoða margvísleg einkenni þess er hægt að gera sér mynd af einkennum þess á svipaðan hátt og unnt er að greina persónuleika fólks. Er meinið smávaxið og hægvaxandi? Er það ágengt og hraðvaxandi? Er það stórt en engu að síður meðfærilegt? Er það erfitt og hagar sér ófyrirsjáanlega eða fer það að þekktum reglum?
Hugsanlega þarf að taka mörg sýni og gera ýmsar rannsóknir áður en hægt er að svara öllum spurningum í sambandi við greininguna. Fyrstu niðurstöður – sem segja til um færar meðferðarleiðir og heilsufar þitt í náinni framtíð – veita upplýsingar um:
Auk þess þarf að kanna eftirfarandi atriði:
-
stærð æxlis
-
á hvaða stigi meinið er
-
hvort hormónaviðtakar eru fyrir hendi
-
hvort það er með of mikið af HER2/neu (ErbB-2) prótínviðtökum
-
hvort skurðbrúnir eru hreinar eða ekki
Upplýsingarnar getur þú fengið að sjá hvenær sem er og ættir að fara fram á það, hvort heldur er fyrr eða síðar. Á rannsóknarstofum eru vefjasýni geymd lengi eftir skurðaðgerð þannig að hægt er að kanna þessi atriði síðar á greiningarferlinu hafi það ekki verið gert strax – sem er reyndar ólíklegt. Það kann að taka dálítinn tíma að fá niðurstöður og biðin getur reynst þér erfið. Hafðu samt hugfast að það skiptir ekki máli hvað læknarnir finna, þeir geta örugglega gert eitthvað þér til hjálpar. Í þessum hluta geturðu kynnt þér hvernig niðurstöður margvíslegra rannsókna geta gefið heildarmynd af meini þínu – og hvaða þýðingu það hefur fyrir meðferðina og framtíð þína.
Ábyrg fyrir efni í Greiningin þín er Dr. Marisa Weiss, M.D., krabbameinslæknir og sérfræðingur í geislalækningum við Thomas Jefferson University Health System.
Dr. Weiss á sæti í ráðgefandi læknaráði breastcancer.org þar sem stilla saman krafta sína rúmlega 60 læknar og sérfræðingar á öllum sviðum tengdum brjóstakrabbameini.
Sigurður Böðvarsson, læknir með lyf- og krabbameinslækningar sem sérgrein, las yfir þennan hluta brjostakrabbamein.is.
ÞB