Ættgengi og fjölskyldusaga

Sífellt fleiri konur, a.m.k. í Bandaríkjunum, taka þá ákvörðun að komast að því hvort þær eru með afbrigðilega erfðavísa, svo kölluð „brjóstakrabbameinsgen” sem venjulega ganga undir nafninu BRCA1 og BRCA2.

Fáir þú að vita að þú ert með annan hvorn þessara stökkbreyttu erfðavísa, skaltu setjast niður með ráðgjafa í erfðafræði eða lækni og láta meta upplýsingarnar í ljósi fjölskyldusögu þinnar.

Hugsast getur að þú ákveðir að snúast til varnar með róttækum aðgerðum eins og fyrirbyggjandi brjóstnámi eða brottnámi eggjastokka til þess að koma í veg fyrir að þú fáir krabbamein. Hafi hins vegar konur í fjölskyldu þinni greinst með krabbamein seint á ævinni og lifað lengi eftir að krabbameinsmeðferð lauk, getur sú þekking orðið til að styrkja sjálfa þig og lækni í þeirri ákvörðun að heppilegra sé að fara mildari leið til að vernda þig.

ÞB