Þekking á fjölskyldusögunni

Ef til vill leikur þér hugur á að fá nánari vitneskju og ráðgjöf um erfðaþætti, láta rannsaka þig með tilliti til arfgerðar og fá að vita hvaða líkur eru á að þú fáir ættgengt brjóstakrabbamein.

Líklegt má telja að um ættgengt brjóstakrabbamein sé að ræða þegar:


  • Margar konur í fjölskyldu hafa greinst með brjóstakrabbamein, einkum hafi þær verið ungar þegar það greindist og meinið kom fram í báðum brjóstum.

  • Bæði er að finna tilfelli brjóstakrabbameins og krabbmeins í eggjastokkum í fjölskyldunni.

  • Karlmenn í ættinni hafa greinst með brjóstakrabbamein.

  • Brjóstakrabbamein er að finna í fjölskyldunni og karlkyns ættingjar í sömu ætt hafa á unga aldri fengið krabbamein í blöðruhálskyrtil eða ristil.


Flestar konur sem láta kanna þetta fá þá niðurstöðu að þær séu ekki með neinn sérstakan erfðagalla sem auki líkur þeirra á að fá brjóstakrabbamein. Hafir þú hins vegar greinst með afbrigðilegan erfðavísi brjóstakrabbameins er líklegt að hann hafi – að minnsta kosti að einhverju leyti – átt þátt í að þú fékkst brjóstakrabbamein.

ÞB