Ástand eitla

Sumar tegundir brjóstakrabbameins dreifa sér til eitla í holhönd. Þegar brjóstakrabbamein er komið í eitlana er sagt að þeir séu „jákvæðir”. Þegar ekkert krabbamein finnst í eitlum er sagt að þeir séu „neikvæðir”. Læknar láta rannsaka sýni úr eitlum í smásjá til að athuga hvort krabbameinsfrumur hafi sáð sér þangað.


Umfangsmiklar læknisfræðirannsóknir sýna að samband virðist vera á milli þess í hve mörgum eitlum krabbamein finnst (fjölda jákvæðra eitla) og hversu ágengt krabbameinið er. Með því að vita í hve marga eitla krabbamein hefur dreift sér getið þið læknir þinn fundið viðeigandi meðferð til að kljást við krabbameinið. Lestu meira (á ensku) um hvaða kostir eru í stöðunni í sambandi við skurðmeðferð eitla.


Læknar skipta ástandi eitla í þrjú mismunandi stig þegar þeir skoða hvern eitil fyrir sig:


  • Minniháttar (sést aðeins í smásjá): Aðeins finnast fáeinar krabbameinsfrumur í eitlinum.


  • Meiriháttar. Ákveðinn eitill eða klasi af eitlum er undirlagður af krabbameini. Oft má finna það með þreifingu og sjá það með berum augum.


  • Utanáliggjandi: Brjóstakrabbamein hefur lagt undir sig allan eitilinn og dreift sér út fyrir veggi eitilsins inn í aðliggjandi fituvef.


Í flestum tilfellum á það að við að því fleiri eitla sem krabbameinið hefur lagt undir sig þeim mun ágengara er það. Minna máli skiptir þó á hvaða stigi krabbameinsdreifing er til ákveðins eitils en í hve marga eitla krabbamein hefur borist. Því fleiri eitla sem krabbameinið hefur sáð sér í, þeim mun meiri hætta getur stafað af krabbameininu.


Læknar styðjast við eftirfarandi skiptingu til að lýsa ástandi eitla:


  • Ekkert krabbamein í eitlum,


  • krabbamein í 1-3 eitlum,


  • krabbamein í 4-9 eitlum,


  • krabbamein í 10 eða fleiri eitlum.
    ÞB