Eru hormónaviðtakar fyrir hendi?

Ummæli læknis

„Ef krabbameinsfrumur eru með viðtaka fyrir þessa hormóna, þá þarf það ekki endilega að vera slæmt. Það þýðir að þær eru að minnsta kosti að REYNA að sinna hlutverki eðlilegra brjóstafrumna. Þær haga sér rétt – að vissu marki.”

- Marisa Weiss, M.D."

Viðtakar fyrir kvenhormónana estrógen og prógesterón er einn aðalþáttur þess sem einkennir krabbamein. Í meinafræðiskýrslu þína er skráð hvort slíkir viðtakar eru fyrir hendi. Viðtakar þessir eru augu og eyru brjóstafrumna og taka við skilaboðum sem hormónarnir senda og bregðast við þeim. Hormónarnir skipa viðtökum að örva vöxt brjóstafrumna. Estrógen og prógesterón geta örvað bæði eðlilegan og óeðlilegan vöxt brjóstafrumna.

3-4-7

Fruma með estrógenviðtökum, estrógen og hjálparprótín.

A Estrógenviðtaki
B Estrógen
C Estrógen hjálparprótín
D Frumukjarni
E DNA erfðaefni

Stækka mynd


Krabbameinslæknir þinn mun biðja um greiningu sýnis til að kanna hvort hormónaviðtakar eru fyrir hendi og hvort meinið er næmt fyrir estrógeni og prógesteróni. Sé meinið með estrógenviðtökum (estrógen-pósitívt) er líklegra að það vaxi fremur í estrógenríku umhverfi. Sé meinið án viðtaka fyrir estrógen (negatívt), hefur magn estrógens og prógesteróns í líkamanum venjulega engin áhrif. Í þessu tilfelli hefur orðið „jákvætt” öfuga merkingu, því að venjulega skiljum við það sem eitthvað gott. Jákvæð niðurstaða úr rannsóknum þýðir hins vegar að eitthvað miður gott hefur fundist.


Brjóstakrabbamein með estrógenviðtökum eru líklegra til að bregðast við meðferð sem byggist á að bæla estrógen. Sértu með estrógen-jákvætt brjóstakrabbamein, er líklegt að þú bregðist vel við tamoxifeni, lyfi sem stuðlar að því að loka á eða „skrúfa fyrir” estrógenviðtaka í frumum brjóstavefjar og hægja á vextinum sem estrógenið framkallar. Rannsóknir benda til að Herceptin® geti haft góð áhrif hvort sem hormónaviðtakar eru fyrir hendi eða ekki.


Meiri upplýsingar um tamoxifen.


Sértu komin yfir tíðahvörf, heldurðu ef til vill að þú eigir ekki lengur á hættu að fá krabbamein af völdum estrógens. Það er ekki rétt. Þótt eggjastokkarnir framleiði ekki estrógen eftir tíðahvörf þá halda nýrnahetturnar áfram að framleiða annan hormón sem breytist í estrógen í líkamanum. Það estrógen getur eftir sem áður örvað vöxt krabbameinsæxlis. Þannig að estrógen skiptir einnig máli fyrir konur sem er komnar úr barneign.

ÞB