Nýjar rannsóknir á góðkynja og illkynja æxlum

Til eru margar mismunandi tegundir brjóstakrabbameins en einnig mismunandi afbrigði af ýmsu óeðlilegu í brjóstinu sem þó er ekki krabbamein en gæti verið ábending eða viðvörun um aukna hættu á að fá sjúkdóminn.

Það er einkum þrennt sem getur bent til aukinnar hættu á brjóstakrabbameini:

  • Óeðlileg frumufjölgun í mjólkurkirtlum.


  • Óeðlileg frumufjölgun í mjólkurgöngum.


  • Staðbundið mein í mjólkurkirtli (LCIS).

Hvað er þarna á ferð? Hvað ber að gera ef þetta finnst hjá þér?

Í þessum hluta er litið á rannsóknir sem snúast um þessar spurningar og ýmislegt fleira.

Þessar rannsóknarskýrslur eru hluti sérstaks svæðis inni á breastcan cer.org sem kallast Reserch News, eða fréttir af rannsóknum. Sérfræðingar bandaríska vefsvæðisins kanna allar nýjustu rannsóknir á brjóstakrabbameini í leit að upplýsingum um áhugaverðar framfarir, nýjar niðurstöður og breytingar á því hvernig brjóstakrabbamein er meðhöndlað og greint og eru niðurstöðurnar birtar mánaðarlega á auðskiljanlegu máli, mikilvægi þeirra útskýrt, frá því greint hvernig þeim var stýrt og hvaða áhrif niðurstöðurnar kunna að hafa einmitt fyrir ÞIG.

Viljir þú fylgjast með öllum nýjustu fréttum sem birtast á Research News svo og öðru mikilvægu efni sem er að finna inni á bandarísku síðunni, þar á meðal vefsvæði þar sem sérfræðingarnir svara fyrirspurnum Ask-the-Expert geturðu látið skrá ósk um að fá nýjustu fréttir án endurgjalds.

ÞB