Skurðbrúnir/jaðrar

Þegar fjarlægð er sneið úr brjóstinu (fleygskurður), framkvæmt úrnám, tekið sýni með brottskurði eða brjóstið allt fjarlægt, rannsakar meinafræðingur vefinn sem var fjarlægður úr brjóstinu. Fjarlægðum vef eða - hafir þú farið í brjóstnám - brjóstinu er velt upp úr sérstöku bleki þannig að læknar geti ævinlega greint hvar ytri mörkin liggja. Að vita hvar mörkin eru verður mikilvægur hluti af því að velja bestu skurðaðgerð og geislameðferð til að meðhöndla brjóstakrabbamein.

Meinfræðingur kannar síðan vefinn til að athuga hvort jaðrarnir séu lausir við krabbameinsfrumur. Það gefur til kynna hvort tekist hefur að fjarlægja allt meinið. Meinafræðingurinn mælir líka hve langt frá skurðbrún krabbameinsfrumur er að finna.

3-4-10

Neikvæðir (Negative Margins) og jákvæðir (Positive Margins) jaðrar

A Krabbameinsfruma
B Heilbrigður vefur
C Blek á skurðbrún

Stækka mynd


Læknar tala um jaðra/mörk úrnáms þegar þeir vísa til fjarlægðar milli æxlis og skurðbrúnar vefjarins. Þú getur hugsað um þetta eins og spássíu (hvíta svæðið á prentaðri síðu sem skilur orðin frá pappírsjaðrinum). Bilið er mælt á öllum sex hliðum: Að framan og aftan, uppi og niðri, til vinstri og hægri.

Að sjá hve nálægt krabbameinsfrumur eru skurðbrún vefjar sem var fjarlægður gerir læknum kleift að taka réttar ákvarðanir um meðferð. Þetta atriði getur verið sérlega áríðandi þegar taka þarf ákvörðun um nýja skurðaðgerð – viðbótar brottskurð fyrir geislameðferð annars vegar eða brjóstnám (allt brjóstið) hins vegar. Lestu meira (grein á ensku) um hreina jaðra og geislameðferð.

Upplýsingar sem læknir þinn fær um hvar hrein mörk liggja eru mikilvægar meðferðarinnar vegna en hafa samt yfirleitt ekki áhrif á batahorfur eða möguleika á að ná heilsu án þess að meinið dreifi sér eða taki sig upp aftur.


Að skilja hvaða þýðingu jaðrarnir hafa

Jöðrum æxlis er venjulega lýst með því að nota eina af þremur mögulegum lýsingum eftir því hvers meinafræðingurinn verður vísari þegar hann skoðari vefinn undir smásjá:


  • Jákvæður jaðar: Krabbameinsfrumur ná alveg út að skurðbrún og er að finna í bleki.


  • Neikvæður jaðar: Engar krabbameinsfrumur er að finna í bleki.


  • Naum mörk: Allt sem liggur milli jákvæðra og neikvæðra marka er talið „naumt”.


Skilgreining á „neikvæðum jaðri” getur verið breytileg frá einu landi til annars, einu sjúkrahúsi til annars. Sumstaðar nægir að það sé einungis ein fruma sem skilur að eðlilega frumu og krabbmeinsfrumu til að mörkin séu talin neikvæð. Annarstaðar mun meinafræðingurinn ætlast til að finna að minnsta kosti tvo millimetra vefjar sem er laus við krabbameinsfrumur frá bleki inn að æxli áður en hann gefur umsögnina „neikvæður jaðar”.

Þig gæti langað til að spyrja lækni þinn nánar út í þetta og fá að vita hvort jaðrarnir voru jákvæðir, neikvæðir eða naumir hjá þér, svo og hvaða skilgreining er notuð í þínu tilfelli.


Meiri upplýsingar (á ensku) um meðferðarleiðir og tengsl við skurðbrúnir.

ÞB